Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðamót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 16:31 Brittney Griner hefur setið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi síðan í febrúar. AP Photo/Eric Gay Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi. Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi.
Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira