„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júní 2022 19:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kynnti í dag aðgerðir sem hann vonar að muni draga úr skuldsetningu á fasteignamarkaði. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka tók vel í að bankinn verði með skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána. Vísir / Sigurjón Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. Sögulegar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði einkum á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu fermetra íbúð kostaði að meðaltali um þrettán milljónum meira í mars en í júní í fyrra eða fjörutíu og átta milljónir komma fimm milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Seðlabankinn hefur nú áhyggjur af því að að ungt fólk skuldsetji sig um of þar sem eftirspurn á fasteignamarkaði sé mun meiri en framboð sem ekki sjái fyrir endann á næstu misseri. Bankinn hefur því ákveðið að fyrstu kaupendur þurfi nú að leggja út fimmtán prósent af kaupverði eignar í stað tíu prósenta áður. Einstaklingur sem var búin að að safna fjórum komma átta milljónum fyrir 50 fermetra íbúð á 48,5 milljónir króna þarf nú að bæta við um tveimur og hálfri milljón króna til að fá lán fyrir henni en hann fær aldrei meira en 85% lán miðað við þær forsendur sem voru settar í dag. „Við viljum tryggja að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku. Við viljum í rauninni reyna tryggja ákveðið jarðsamband á markaði. Þannig að markaðurinn sé í tengslum við laun og líf fólks í landinu,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Þá verður fjármálastofnunum skylt að upplýsa neytendur skýrar um greiðslubyrði fasteignalána, einkum verðtryggðra lána þannig að fólk átti sig betur á áhættunni sem felst í slíkri lántöku. Seðlabankinn hefur sett fram ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning slíkra lána Viðmiðin þurfa því að vera fyrir hendi í reiknivélum fasteignalána. Viðmiðin eru eftirfarandi: Vextir verðtryggðra lána þurfa að lágmarki að vera 3% og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Þá var ákveðið að að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár þó lánið sé til 40 ára. Bankinn vill meina að með þessu fái neytendur skýrari upplýsingar um greiðslubyrði þá takmarki þetta kerfisáhættu í fjármálakerfinu. „Þannig að það er þá alveg tryggt að fólk fái réttar forsendur um áhættu og framtíðar greiðslubyrði af verðtryggðum lánum,“ segir Seðlabankastjóri. Tökum tilmælin alvarlega Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka var á fundi Seðlabankans í dag ásamt öðrum fulltrúum fjármálastofnanna. Hann tók vel í þessi tilmæli. „Það er góður mjög góður punktur að það þurfi að vera mjög greiður aðgangur fyrir fólk að upplýsingum um greiðslubyrði lána. Skoðun sem kom fram á þessum fundi var að þetta sé ekki alveg nógu áberandi. Ég held að það sé ábending sem ber að taka alvarlega,“ segir Björn. Björn telur aðgerðirnar fyrst og fremst beinast að lántakendum „Þetta þrengir að möguleika sumra hvað varðar lántöku. Hins vegar hafa bankarnir nú þegar þrengt hámark á fasteignalánum. En þetta þýðir að fyrir fyrstu kaupendur verður aðeins erfiðara að komast í gegnum fyrsta greiðslumat en áður. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessari aðgerð Seðlabankans er ekki ætlað að hafa áhrif á fasteignaverð heldur að passa upp á lántakendur. Að fólk sé ekki að taka lán sem það geti svo mögulega ekki greitt af. Þess vegna er verið að herða reglurnar. Þetta var vel rökstutt af Seðlabankanum en þetta er mikið inngrip. Það er í raun verið að hafa vit fyrir fólki, það er verið að segja við almenning þetta er hættulegt fyrir ykkur, við höfum áhyggjur af því hvernig lántaka fólks getur þróast. Við höfum áhyggjur af verðbólgunni og að fólk færi sig í lán sem það á svo erfitt með að greiða af. Ég held að það sé heilbrigt að Seðlabankinn taki sér þetta hlutverk,“ segir Björn að lokum. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Seðlabankinn Tengdar fréttir Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. 15. júní 2022 12:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sögulegar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði einkum á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu fermetra íbúð kostaði að meðaltali um þrettán milljónum meira í mars en í júní í fyrra eða fjörutíu og átta milljónir komma fimm milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Seðlabankinn hefur nú áhyggjur af því að að ungt fólk skuldsetji sig um of þar sem eftirspurn á fasteignamarkaði sé mun meiri en framboð sem ekki sjái fyrir endann á næstu misseri. Bankinn hefur því ákveðið að fyrstu kaupendur þurfi nú að leggja út fimmtán prósent af kaupverði eignar í stað tíu prósenta áður. Einstaklingur sem var búin að að safna fjórum komma átta milljónum fyrir 50 fermetra íbúð á 48,5 milljónir króna þarf nú að bæta við um tveimur og hálfri milljón króna til að fá lán fyrir henni en hann fær aldrei meira en 85% lán miðað við þær forsendur sem voru settar í dag. „Við viljum tryggja að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku. Við viljum í rauninni reyna tryggja ákveðið jarðsamband á markaði. Þannig að markaðurinn sé í tengslum við laun og líf fólks í landinu,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Þá verður fjármálastofnunum skylt að upplýsa neytendur skýrar um greiðslubyrði fasteignalána, einkum verðtryggðra lána þannig að fólk átti sig betur á áhættunni sem felst í slíkri lántöku. Seðlabankinn hefur sett fram ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning slíkra lána Viðmiðin þurfa því að vera fyrir hendi í reiknivélum fasteignalána. Viðmiðin eru eftirfarandi: Vextir verðtryggðra lána þurfa að lágmarki að vera 3% og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Þá var ákveðið að að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár þó lánið sé til 40 ára. Bankinn vill meina að með þessu fái neytendur skýrari upplýsingar um greiðslubyrði þá takmarki þetta kerfisáhættu í fjármálakerfinu. „Þannig að það er þá alveg tryggt að fólk fái réttar forsendur um áhættu og framtíðar greiðslubyrði af verðtryggðum lánum,“ segir Seðlabankastjóri. Tökum tilmælin alvarlega Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka var á fundi Seðlabankans í dag ásamt öðrum fulltrúum fjármálastofnanna. Hann tók vel í þessi tilmæli. „Það er góður mjög góður punktur að það þurfi að vera mjög greiður aðgangur fyrir fólk að upplýsingum um greiðslubyrði lána. Skoðun sem kom fram á þessum fundi var að þetta sé ekki alveg nógu áberandi. Ég held að það sé ábending sem ber að taka alvarlega,“ segir Björn. Björn telur aðgerðirnar fyrst og fremst beinast að lántakendum „Þetta þrengir að möguleika sumra hvað varðar lántöku. Hins vegar hafa bankarnir nú þegar þrengt hámark á fasteignalánum. En þetta þýðir að fyrir fyrstu kaupendur verður aðeins erfiðara að komast í gegnum fyrsta greiðslumat en áður. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessari aðgerð Seðlabankans er ekki ætlað að hafa áhrif á fasteignaverð heldur að passa upp á lántakendur. Að fólk sé ekki að taka lán sem það geti svo mögulega ekki greitt af. Þess vegna er verið að herða reglurnar. Þetta var vel rökstutt af Seðlabankanum en þetta er mikið inngrip. Það er í raun verið að hafa vit fyrir fólki, það er verið að segja við almenning þetta er hættulegt fyrir ykkur, við höfum áhyggjur af því hvernig lántaka fólks getur þróast. Við höfum áhyggjur af verðbólgunni og að fólk færi sig í lán sem það á svo erfitt með að greiða af. Ég held að það sé heilbrigt að Seðlabankinn taki sér þetta hlutverk,“ segir Björn að lokum.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Seðlabankinn Tengdar fréttir Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. 15. júní 2022 12:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. 15. júní 2022 12:07