„Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 12:00 Árni Snær leit ekki vel út eftir jöfnunarmark KR. Vísir/Diego Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk vænan skurð þegar KR jafnaði metin í uppbótartíma er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta á miðvikudag. Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira