Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 13:02 Vonast er til að útsýnispallurinn á Bolafjalli opni á næstunni þegar búið er að ganga frá öryggismálum þar. Vísir/Sigurjón Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært. Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært.
Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01