Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD“, segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. . Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum. Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum.
Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira