Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 18:02 Alls voru 150 nýstúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri. Vísir Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum. Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum.
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira