Glæný nálgun í öldrunarþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 20:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga, Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Bryndís Guðbrandsdóttir og Hrönn Ljótsdóttir hjá Sóltúni. Vísir/Berghildur Ný öldrunarþjónusta sem á að gera fólki kleift að búa lengur heima og minnka svokallaðan fráflæðisvanda Landspítala var kynnt á Sólvangi í dag. Heilbrigðisráðherra segir um tímamót að ræða sem muni draga úr innlögnum á spítala. Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira