Telur Íslendinga á undan öðrum þjóðum í greiningum á ADHD Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. Vísir/Bjarni Formaður ADHD samtakanna fagnar því að rannsaka eigi tengsl geðrofa og örlyndis og örvandi ADHD-lyfja. Hann telur Íslendinga fimm árum á undan öðrum þjóðum þegar kemur að greiningum á ofvirkni og athyglisbresti. Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur. Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur.
Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira