„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 22:29 Innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, Brad Raffensperger, fyrir miðju. Forseti ríkisþings Arizóna-ríkis, Rusty Bowers, til vinstri og aðstoðarinnanríkisráðherra Georgíu, Gabriel Sterling, til hægri. AP Photo/J. Scott Applewhite Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35