Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2022 13:07 Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS. vÍSIR/VILHELM Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. Gildandi kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum markaði, sem undirritaður var vorið 2019, rennur út í október næstkomandi. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands segir að sambandið hafi unnið að kröfugerðinni fyrir komandi kjaravetur undanfarnar vikur. En hlutirnir þróist ansi hratt. „Í dag var Seðlabankinn að tilkynna hækkun á stýrivöxtum um eitt prósent þannig að maður veltir því fyrir sér hvort að sú kröfugerð sem við leggjum fram í dag, hvort hún sé barn síns tíma, ef þannig má að orði komast. Því það er alveg ljóst að ef að Seðlabankinn og fyrirtæki, stjórnvöld og verslunareigendur ætla að halda áfram að varpa öllum kostnaðarhækkunum yfir á launafólk, heimili og neytendur þá verður verkalýðshreyfingin og launafólk að bregðast við því,“ segir Vilhjálmur. Efling ekki með Hann segir að sú stýrivaxtalækkun sem verkalýðshreyfingin hafi náð fram í kjölfar lífskjarasamningsins sé nú gengin til baka og rúmlega það. „Sá ávinningur og þær fórnir sem við vorum tilbúnir til að leggja á okkur í síðustu kjarasamningum, þær eru farnar. Þetta setur okkur í svolítið aðra stöðu en var fyrir nokkrum mánuðum síðan, ef þannig má að orði komast.“ Eitt það almikilvægasta nú sé að létta á greiðslubyrði launafólks. Ef það náist ekki eru átök á vinnumarkaði óumflýjanleg, að mati Vilhjálms. „Eins og reyndar er farið að gerast núna úti um alla Evrópu, það sást bara í Bretlandi í gær þar sem 80 prósent af öllum lestum voru stöðvaðar vegna þess að fólk var að mótmæla þeim kostnaðarhækkunum sem á þá dynja. Það stefnir í verkföll í Noregi,“ segir Vilhjálmur. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS standa að kröfugerðinni. Tvö þeirra, Efling og Stéttarfélag Vesturlands, hafa ekki skilað inn umboði og eru því ekki með - að svö stöddu, í það minnsta. Úr fréttatilkynningu Starfsgreinasambandsins: Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggir á grunni kjarasamnings SGS og SA sem tók gildi 1. apríl 2019. Kröfugerðin byggir á kröfugerðum 17 af aðildarfélögum SGS, sem samþykktar voru á félagslegum vettvangi eftir vandaða vinnu einstakra félaga. Lögð er áhersla á áframhaldandi hækkun lægstu launa og að tryggja kaupmátt launafólks. Krónutöluhækkanir á laun, eins og samið var um í núgildandi kjarasamningi, skila launafólki mestum árangri og er það krafa SGS að samið verði um krónutöluhækkanir á kauptaxta í komandi kjarasamningum. Við gerð síðustu kjarasamninga var horft til þess að samningarnir leiddu af sér lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019. SGS mun ekki una því að vaxandi verðbólgu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í húsnæðismálum, og erlendra hækkana verða sett á herðar okkar félagsmanna. Samtök launafólks sömdu um það í síðustu samningum að auka ráðstöfunartekjur launafólks með heildstæðum hætti, með krónutöluhækkunum, vaxtalækkunum og aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Aðstæður þær sem nú eru í samfélaginu og efnahagsumhverfinu kalla á svipaða aðferðafræði og víðtækt samstarf og samráð til að bregðast við miklum vanda á húsnæðismarkaði, tryggja kaupmátt og öfluga grunnþjónustu um land allt. Nú eru uppi þær aðstæður í samfélaginu að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stóraukin verðbólga, miklar verðhækkanir og mikill vandi á húsnæðismarkaði kalla á að stjórnvöld og SA taki höndum saman við samtök launafólks til að tryggja kaupmátt, húsnæði fyrir alla og öfluga grunnþjónustu um land allt. Tímalengd samningsins mun ráðist af þeim aðstæðum sem verða í efnahagslífi í haust og innihaldi samningsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Gildandi kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum markaði, sem undirritaður var vorið 2019, rennur út í október næstkomandi. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands segir að sambandið hafi unnið að kröfugerðinni fyrir komandi kjaravetur undanfarnar vikur. En hlutirnir þróist ansi hratt. „Í dag var Seðlabankinn að tilkynna hækkun á stýrivöxtum um eitt prósent þannig að maður veltir því fyrir sér hvort að sú kröfugerð sem við leggjum fram í dag, hvort hún sé barn síns tíma, ef þannig má að orði komast. Því það er alveg ljóst að ef að Seðlabankinn og fyrirtæki, stjórnvöld og verslunareigendur ætla að halda áfram að varpa öllum kostnaðarhækkunum yfir á launafólk, heimili og neytendur þá verður verkalýðshreyfingin og launafólk að bregðast við því,“ segir Vilhjálmur. Efling ekki með Hann segir að sú stýrivaxtalækkun sem verkalýðshreyfingin hafi náð fram í kjölfar lífskjarasamningsins sé nú gengin til baka og rúmlega það. „Sá ávinningur og þær fórnir sem við vorum tilbúnir til að leggja á okkur í síðustu kjarasamningum, þær eru farnar. Þetta setur okkur í svolítið aðra stöðu en var fyrir nokkrum mánuðum síðan, ef þannig má að orði komast.“ Eitt það almikilvægasta nú sé að létta á greiðslubyrði launafólks. Ef það náist ekki eru átök á vinnumarkaði óumflýjanleg, að mati Vilhjálms. „Eins og reyndar er farið að gerast núna úti um alla Evrópu, það sást bara í Bretlandi í gær þar sem 80 prósent af öllum lestum voru stöðvaðar vegna þess að fólk var að mótmæla þeim kostnaðarhækkunum sem á þá dynja. Það stefnir í verkföll í Noregi,“ segir Vilhjálmur. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS standa að kröfugerðinni. Tvö þeirra, Efling og Stéttarfélag Vesturlands, hafa ekki skilað inn umboði og eru því ekki með - að svö stöddu, í það minnsta. Úr fréttatilkynningu Starfsgreinasambandsins: Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggir á grunni kjarasamnings SGS og SA sem tók gildi 1. apríl 2019. Kröfugerðin byggir á kröfugerðum 17 af aðildarfélögum SGS, sem samþykktar voru á félagslegum vettvangi eftir vandaða vinnu einstakra félaga. Lögð er áhersla á áframhaldandi hækkun lægstu launa og að tryggja kaupmátt launafólks. Krónutöluhækkanir á laun, eins og samið var um í núgildandi kjarasamningi, skila launafólki mestum árangri og er það krafa SGS að samið verði um krónutöluhækkanir á kauptaxta í komandi kjarasamningum. Við gerð síðustu kjarasamninga var horft til þess að samningarnir leiddu af sér lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019. SGS mun ekki una því að vaxandi verðbólgu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í húsnæðismálum, og erlendra hækkana verða sett á herðar okkar félagsmanna. Samtök launafólks sömdu um það í síðustu samningum að auka ráðstöfunartekjur launafólks með heildstæðum hætti, með krónutöluhækkunum, vaxtalækkunum og aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Aðstæður þær sem nú eru í samfélaginu og efnahagsumhverfinu kalla á svipaða aðferðafræði og víðtækt samstarf og samráð til að bregðast við miklum vanda á húsnæðismarkaði, tryggja kaupmátt og öfluga grunnþjónustu um land allt. Nú eru uppi þær aðstæður í samfélaginu að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stóraukin verðbólga, miklar verðhækkanir og mikill vandi á húsnæðismarkaði kalla á að stjórnvöld og SA taki höndum saman við samtök launafólks til að tryggja kaupmátt, húsnæði fyrir alla og öfluga grunnþjónustu um land allt. Tímalengd samningsins mun ráðist af þeim aðstæðum sem verða í efnahagslífi í haust og innihaldi samningsins.
Úr fréttatilkynningu Starfsgreinasambandsins: Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggir á grunni kjarasamnings SGS og SA sem tók gildi 1. apríl 2019. Kröfugerðin byggir á kröfugerðum 17 af aðildarfélögum SGS, sem samþykktar voru á félagslegum vettvangi eftir vandaða vinnu einstakra félaga. Lögð er áhersla á áframhaldandi hækkun lægstu launa og að tryggja kaupmátt launafólks. Krónutöluhækkanir á laun, eins og samið var um í núgildandi kjarasamningi, skila launafólki mestum árangri og er það krafa SGS að samið verði um krónutöluhækkanir á kauptaxta í komandi kjarasamningum. Við gerð síðustu kjarasamninga var horft til þess að samningarnir leiddu af sér lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019. SGS mun ekki una því að vaxandi verðbólgu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í húsnæðismálum, og erlendra hækkana verða sett á herðar okkar félagsmanna. Samtök launafólks sömdu um það í síðustu samningum að auka ráðstöfunartekjur launafólks með heildstæðum hætti, með krónutöluhækkunum, vaxtalækkunum og aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Aðstæður þær sem nú eru í samfélaginu og efnahagsumhverfinu kalla á svipaða aðferðafræði og víðtækt samstarf og samráð til að bregðast við miklum vanda á húsnæðismarkaði, tryggja kaupmátt og öfluga grunnþjónustu um land allt. Nú eru uppi þær aðstæður í samfélaginu að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stóraukin verðbólga, miklar verðhækkanir og mikill vandi á húsnæðismarkaði kalla á að stjórnvöld og SA taki höndum saman við samtök launafólks til að tryggja kaupmátt, húsnæði fyrir alla og öfluga grunnþjónustu um land allt. Tímalengd samningsins mun ráðist af þeim aðstæðum sem verða í efnahagslífi í haust og innihaldi samningsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira