Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2022 19:20 Mætti halda að seðlabankastjóri horfi til himins í bæn um lækkun verðbólgu en hann rökstuddi skarpar hækkanir Seðlabankans á meginvöxtum á fundi í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir