Bíður þess að hjartað hætti að slá eða að hún fái sýkingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2022 07:49 Prudente og Weeldreyer á sjúkrahúsinu. Óttast er um líf bandarískrar konu sem er að missa fóstur á spítala á Möltu en fær ekki að gangast undir þungunarrof þar sem slíkar aðgerðir eru bannaðar með öllu í landinu. „Ég vil bara komast héðan lifandi,“ sagði konan við Guardian í gær. Andrea Prudente ferðaðist til Möltu með eiginmanni sínum til að upplifa svokallað „babymoon“; frí áður en barn kemur í heiminn. Eina nóttina byrjaði henni hins vegar að blæða mikið og leitaði þá á sjúkrahús. Læknar á eyjunni Gozo skrifuðu upp á lyf til að freista þess að koma í veg fyrir fósturmissi en tveimur dögum seinna, þegar parið var aftur komið til Möltu, missti Prudente vatnið og var lögð inn. Í ljós kom að fylgjan hafði losnað og það var ekkert legvatn eftir. Prudente var tjáð að fóstrið myndi ekki lifa. Henni var hins vegar sömuleiðis greint frá því að vegna laga gegn þungunarrofi gætu læknarnir ekkert gert fyrr en hjarta fóstursins hætti að slá eða Prudente fengi sýkingu. Prudente var komin 16 vikur á leið. US woman left traumatised after Malta hospital refuses life-saving abortion https://t.co/1bNFfk8xEP— The Guardian (@guardian) June 22, 2022 Prudente var flutt á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að naflastrengurinn var farinn að þrýstast út um legháls hennar, sem eykur líkurnar á blæðingu og sýkingu. Þá var hún einnig greind með Covid-19. En læknarnir geta ekkert gert, segja þeir. „Þetta er óhugsandi form tilfinningalegra og andlegra pyntinga,“ segir Jay Weeldreyer, maki Prudente. „Hluti af mér fagnar því enn að heyra hjartsláttinn en á sama tíma vil ég ekki hjartsláttinn því hann er aðeins að leiða til meiri þjáninga fyrir konuna sem ég elska.“ Parinu hefur verið ráðlagt að snúa aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjartslátturinn stöðvist eða að Prudente fái sýkingu. Þau segjast ekki hafa haft hugmynd um löggjöfina á Möltu þegar þau ákváðu að ferðast þangað og vilja nú ekkert heitar en að komast frá landinu til að Prudente fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Prudente segist hafa viljað segja frá stöðu sinni til að forða öðrum konum frá því sem hún er að ganga í gegnum. Malta Þungunarrof Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Andrea Prudente ferðaðist til Möltu með eiginmanni sínum til að upplifa svokallað „babymoon“; frí áður en barn kemur í heiminn. Eina nóttina byrjaði henni hins vegar að blæða mikið og leitaði þá á sjúkrahús. Læknar á eyjunni Gozo skrifuðu upp á lyf til að freista þess að koma í veg fyrir fósturmissi en tveimur dögum seinna, þegar parið var aftur komið til Möltu, missti Prudente vatnið og var lögð inn. Í ljós kom að fylgjan hafði losnað og það var ekkert legvatn eftir. Prudente var tjáð að fóstrið myndi ekki lifa. Henni var hins vegar sömuleiðis greint frá því að vegna laga gegn þungunarrofi gætu læknarnir ekkert gert fyrr en hjarta fóstursins hætti að slá eða Prudente fengi sýkingu. Prudente var komin 16 vikur á leið. US woman left traumatised after Malta hospital refuses life-saving abortion https://t.co/1bNFfk8xEP— The Guardian (@guardian) June 22, 2022 Prudente var flutt á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að naflastrengurinn var farinn að þrýstast út um legháls hennar, sem eykur líkurnar á blæðingu og sýkingu. Þá var hún einnig greind með Covid-19. En læknarnir geta ekkert gert, segja þeir. „Þetta er óhugsandi form tilfinningalegra og andlegra pyntinga,“ segir Jay Weeldreyer, maki Prudente. „Hluti af mér fagnar því enn að heyra hjartsláttinn en á sama tíma vil ég ekki hjartsláttinn því hann er aðeins að leiða til meiri þjáninga fyrir konuna sem ég elska.“ Parinu hefur verið ráðlagt að snúa aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjartslátturinn stöðvist eða að Prudente fái sýkingu. Þau segjast ekki hafa haft hugmynd um löggjöfina á Möltu þegar þau ákváðu að ferðast þangað og vilja nú ekkert heitar en að komast frá landinu til að Prudente fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Prudente segist hafa viljað segja frá stöðu sinni til að forða öðrum konum frá því sem hún er að ganga í gegnum.
Malta Þungunarrof Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“