Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 08:01 Í skýrslunni segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. EPA Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrslunni. Unnið var með gögn frá 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims og var niðurstaðan sú að almennt hafi ekki hugað að kynjasjónarmiðum eða -hlutverkum í viðbragðsáætlunum ríkja. Áhrif sterkra feminískra hreyfinga Í niðurstöðukafla segir að 0,0002 prósent af því fjármagni sem hafi farið í viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 hafi verið í að uppræta kynbundið ofbeldi. Þá segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. Ennfremur kemur fram að tólf prósent af efnahagsáætlunum ríkja hafi stutt beint við efnahagslegt öryggi kvenna og 82 prósent af aðgerðarteymum þessara 226 ríkja hafi verið skipuð karlmönnum að mestu. Þá segir að aðeins sjö prósent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynjahlutfall og ellefu prósent hafi verið skipuð konum að mestu. Fjallað um úrræði íslenskra stjórnvalda Í skýrslunni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna geng kynbundnu ofbeldi og auka þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á tímum faraldursins. „Sérstaklega er fjallað um aðgerðarteymi sem skipað var af stjórnvöldum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi. Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upplýsingatorgi, opna kvennaathvarf á Akureyri, auka stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og auka fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga til að halda úti þjónustu. Þannig fékk Kvennaathvarfið 100 milljónir til að bæta húsakost sinn og aðgengi; Stígamót fékk 20 milljónir til að bregðast við auknu álagi og draga úr biðtíma og Reykjavíkurborg fékk styrk til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausar konur,“ segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi um skýrslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrslunni. Unnið var með gögn frá 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims og var niðurstaðan sú að almennt hafi ekki hugað að kynjasjónarmiðum eða -hlutverkum í viðbragðsáætlunum ríkja. Áhrif sterkra feminískra hreyfinga Í niðurstöðukafla segir að 0,0002 prósent af því fjármagni sem hafi farið í viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 hafi verið í að uppræta kynbundið ofbeldi. Þá segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. Ennfremur kemur fram að tólf prósent af efnahagsáætlunum ríkja hafi stutt beint við efnahagslegt öryggi kvenna og 82 prósent af aðgerðarteymum þessara 226 ríkja hafi verið skipuð karlmönnum að mestu. Þá segir að aðeins sjö prósent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynjahlutfall og ellefu prósent hafi verið skipuð konum að mestu. Fjallað um úrræði íslenskra stjórnvalda Í skýrslunni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna geng kynbundnu ofbeldi og auka þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á tímum faraldursins. „Sérstaklega er fjallað um aðgerðarteymi sem skipað var af stjórnvöldum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi. Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upplýsingatorgi, opna kvennaathvarf á Akureyri, auka stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og auka fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga til að halda úti þjónustu. Þannig fékk Kvennaathvarfið 100 milljónir til að bæta húsakost sinn og aðgengi; Stígamót fékk 20 milljónir til að bregðast við auknu álagi og draga úr biðtíma og Reykjavíkurborg fékk styrk til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausar konur,“ segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi um skýrslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira