Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 23:22 Nýi vegurinn úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði liggur um Pennusneiðing. Gamli vegurinn hlykkjast í hlíðinni fyrir neðan. Gamla brúin yfir Þverdalsá sést fyrir miðri mynd. Fjær sést út á Breiðafjörð. Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46