Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 12:40 Paolo Macchiarini á blaðamannafundi um meinta vel heppnaða barkaígræðslu árið 2010. AP/Lorenzo Galassi Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019. Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019.
Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11
Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24
Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30