Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2022 22:33 Boeing 757 þota Icelandair lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Hún var að koma frá Keflavík úr millilandaflugi til að reyna að bjarga málum í innanlandsfluginu. Egill Aðalsteinsson Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis: Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis:
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12
Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01