Ódýr og örugg notkun greiðslukorta Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. júlí 2022 14:01 Hvers vegna er notkun greiðslukorta og greiðslumiðlunar hér á landi margfalt dýrari fyrir okkur Íslendinga en íbúa hinna norrænu ríkjanna? Svarið er að það er að mestu vegna þess að greiðslulausnir okkar eru allar háðar erlendum aðilum. Heimildargjöf og uppgjör innlendra debetkorta fer fram erlendis. Þó kostnaður vegna íslensku krónunnar og færri íbúa spili einnig eitthvert hlutverk vegur hitt þyngra. Þetta þýðir að íslenskir neytendur eru ekki bara að greiða til íslenskra banka heldur borga þeir einnig til Visa og Mastercard í útlöndum. Hagnaður bankanna af þessu fyrirkomulagi hleypur á milljörðum. Þetta virkar vel bæði fyrir verslanir og banka en er okkur neytendum allt of kostnaðarsamt við óbreyttar aðstæður, því allir milliliðir vilja sitt á öllum stöðum. Við neytendur borgum og getum ekki annað. Og við bætist að þetta fyrirkomulag getur ógnað þjóðaröryggi líkt og Már Guðmundsson þá Seðlabankastjóri benti á árið 2019 með bréfi til Þjóðaröryggisráðs. Þó að það sé ekki mjög líklegt við núverandi aðstæður að kortafyrirtækin loki á Ísland þá gæti það gerst. Okkur fannst svo sem ekki heldur líklegt að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög á sínum tíma, en þeir gerðu það samt. Óháðar lausnir Við þurfum sjálfstæðar og óháðar greiðslulausnir. Lausnir sem eru bæði ódýrari en þær sem við búum við og öruggari. Krafan ætti að vera sú að ávallt séu til staðar virkar lausnir sem lúta í einu og öllu íslenskri löggjöf um eignarhald, umráða- og notkunarrétt og eru algjörlega óháðar inngripum erlendra aðila sem gætu ógnað innlendri greiðslumiðlun og fjármálastöðugleika. Um greiðslumiðlun og fjármálainnviði er fjallað í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem kom út haustið 2018. Þar segir m.a. þetta: „Fram fari mat á því hvaða kerfislega mikilvægu innviðir eigi að standa utan samkeppnisumhverfis til að tryggja þjóðhagsvarúð og hagkvæmni í bankakerfinu. Skoða má hvort æskilegt sé að stjórnvöld gangi lengra í viðleitni til að auka samfélagslegan ábata af samstarfi í innviðum.“ Það þarf einmitt að auka samfélagslegan ábata og tryggja þjóðaröryggi. Við í Samfylkingunni vildum að sala á hlutum ríkisins í bönkunum færi ekki fram fyrr en framtíðarsýn hefði verið rædd meðal almennings um það hvernig bankakerfi þjónaði hagsmunum okkar best. Svara þyrfti þeirri spurningu hvernig bankakerfi tryggi góða og trausta þjónustu við fólk og fyrirtæki með fjölbreytni, samkeppni, öflugu eftirliti, neytendavernd og öruggri ódýrri innlendri greiðslumiðlun. En ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vildu selja sem mest strax og hirtu ekki um að gera þyrfti breytingar á kerfinu til að tryggja hagsmuni almennings. Enn stendur yfir skoðun Ríkisendurskoðunar á sölu á hlutum í Íslandsbanka. Mér finnst blasa við að þar sé maðkur í mysunni. Norrænar lausnir Hin norrænu ríkin búa við innlendar greiðslulausnir en þær tala ekki saman á milli landanna ef svo má segja. Á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs á dögunum var samþykkt að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar að vinna að sameiginlegu rafrænu greiðslukerfi á Norðurlöndum, vinna að því að öll Norðurlöndin styðji hugmyndina um sameiginlegt rafrænt greiðslukerfi í löndunum og að stuðla að aukinni samstöðu um framkvæmd eftirlits á markaði fyrir greiðsluþjónustu á Norðurlöndum. Hvers vegna draga íslensk stjórnvöld lappirnar í þessum efnum? Er það vegna þess að bankarnir muni við breytingu missa spón úr aski sínum? Eru hagsmunir nýrra eigenda bankanna svo mikilvægir að fara verði ofan í vasa almennings til að tryggja þeim aukinn hagnað? Eru stjórnvöld hrædd um að ef þessu verði breytt verði hlutirnir í bönkunum ekki eins söluvænir? Stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þurfa að girða sig í brók strax og þó fyrr hefði verið og tryggja óháða sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Greiðslumiðlun Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna er notkun greiðslukorta og greiðslumiðlunar hér á landi margfalt dýrari fyrir okkur Íslendinga en íbúa hinna norrænu ríkjanna? Svarið er að það er að mestu vegna þess að greiðslulausnir okkar eru allar háðar erlendum aðilum. Heimildargjöf og uppgjör innlendra debetkorta fer fram erlendis. Þó kostnaður vegna íslensku krónunnar og færri íbúa spili einnig eitthvert hlutverk vegur hitt þyngra. Þetta þýðir að íslenskir neytendur eru ekki bara að greiða til íslenskra banka heldur borga þeir einnig til Visa og Mastercard í útlöndum. Hagnaður bankanna af þessu fyrirkomulagi hleypur á milljörðum. Þetta virkar vel bæði fyrir verslanir og banka en er okkur neytendum allt of kostnaðarsamt við óbreyttar aðstæður, því allir milliliðir vilja sitt á öllum stöðum. Við neytendur borgum og getum ekki annað. Og við bætist að þetta fyrirkomulag getur ógnað þjóðaröryggi líkt og Már Guðmundsson þá Seðlabankastjóri benti á árið 2019 með bréfi til Þjóðaröryggisráðs. Þó að það sé ekki mjög líklegt við núverandi aðstæður að kortafyrirtækin loki á Ísland þá gæti það gerst. Okkur fannst svo sem ekki heldur líklegt að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög á sínum tíma, en þeir gerðu það samt. Óháðar lausnir Við þurfum sjálfstæðar og óháðar greiðslulausnir. Lausnir sem eru bæði ódýrari en þær sem við búum við og öruggari. Krafan ætti að vera sú að ávallt séu til staðar virkar lausnir sem lúta í einu og öllu íslenskri löggjöf um eignarhald, umráða- og notkunarrétt og eru algjörlega óháðar inngripum erlendra aðila sem gætu ógnað innlendri greiðslumiðlun og fjármálastöðugleika. Um greiðslumiðlun og fjármálainnviði er fjallað í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem kom út haustið 2018. Þar segir m.a. þetta: „Fram fari mat á því hvaða kerfislega mikilvægu innviðir eigi að standa utan samkeppnisumhverfis til að tryggja þjóðhagsvarúð og hagkvæmni í bankakerfinu. Skoða má hvort æskilegt sé að stjórnvöld gangi lengra í viðleitni til að auka samfélagslegan ábata af samstarfi í innviðum.“ Það þarf einmitt að auka samfélagslegan ábata og tryggja þjóðaröryggi. Við í Samfylkingunni vildum að sala á hlutum ríkisins í bönkunum færi ekki fram fyrr en framtíðarsýn hefði verið rædd meðal almennings um það hvernig bankakerfi þjónaði hagsmunum okkar best. Svara þyrfti þeirri spurningu hvernig bankakerfi tryggi góða og trausta þjónustu við fólk og fyrirtæki með fjölbreytni, samkeppni, öflugu eftirliti, neytendavernd og öruggri ódýrri innlendri greiðslumiðlun. En ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vildu selja sem mest strax og hirtu ekki um að gera þyrfti breytingar á kerfinu til að tryggja hagsmuni almennings. Enn stendur yfir skoðun Ríkisendurskoðunar á sölu á hlutum í Íslandsbanka. Mér finnst blasa við að þar sé maðkur í mysunni. Norrænar lausnir Hin norrænu ríkin búa við innlendar greiðslulausnir en þær tala ekki saman á milli landanna ef svo má segja. Á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs á dögunum var samþykkt að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar að vinna að sameiginlegu rafrænu greiðslukerfi á Norðurlöndum, vinna að því að öll Norðurlöndin styðji hugmyndina um sameiginlegt rafrænt greiðslukerfi í löndunum og að stuðla að aukinni samstöðu um framkvæmd eftirlits á markaði fyrir greiðsluþjónustu á Norðurlöndum. Hvers vegna draga íslensk stjórnvöld lappirnar í þessum efnum? Er það vegna þess að bankarnir muni við breytingu missa spón úr aski sínum? Eru hagsmunir nýrra eigenda bankanna svo mikilvægir að fara verði ofan í vasa almennings til að tryggja þeim aukinn hagnað? Eru stjórnvöld hrædd um að ef þessu verði breytt verði hlutirnir í bönkunum ekki eins söluvænir? Stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þurfa að girða sig í brók strax og þó fyrr hefði verið og tryggja óháða sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun