Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. júlí 2022 21:30 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands. Stöð 2 Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. Fjársýsla ríkisins tilkynnti í morgun að mistök hafi verið gerð við útreikning launa æðstu embættismanna frá árinu 2019. Um 260 einstaklingar falla þar undir, þar af 215 sem eru enn í starfi, en meðal annars er um er að ræða þjóðkjörna fulltrúa, ráðherra, og dómara. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók því ákvörðun um að leiðrétta laun þeirra einstaklinga og fara fram á endurgreiðslu ofgreiddra launa. Uppsöfnuð ofgreidd laun nema alls um 105 milljónum króna á tímabilinu en algengt er að endurgreiðslufjárhæð svari til um þriðjungs einna mánaðarlauna hjá þeim sem þáðu laun yfir allt tímabilið. Sé fjármálaráðherra tekinn sem dæmi má gróflega áætla að hann þurfi að endurgreiða ríflega 700 þúsund krónur, miðað við núverandi laun. Endurgreiðslan fer fram í áföngum á tólf mánaða tímabili en einhverjir hafa mótmælt framkvæmdinni, þar á meðal dómarar. Stöð 2 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, segir skiljanlegt að það komi upp tilfelli þar sem fólk þarf að endurgreiða fjárhæðir. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ segir Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Málstaðurinn býsna aumur að mati ráðherra Fjársýslan fullyrðir að öllum hafi verið sent bréf um breytinguna og hvaða fjárhæð ræðir í hverju tilfelli en þeir sem fréttastofa ræddi við, þar á meðal dómarar og alþingismenn, höfðu ekki fengið þær upplýsingar í dag. „Við erum algjörlega í myrkrinu með þetta, við höfum ekki fengið neinar upplýsingar, og eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta,“ segir Kjartan. Fjármálaráðherra gaf lítið fyrir þessa gagnrýni í færslu á Facebook. „Að ræða um geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra í þessu samhengi er fráleitt. Fjárhæðin er lögákveðin. Málstaður þeirra sem mótmæla því að nú eigi að leiðrétta ofgreidd laun er býsna aumur,“ sagði Bjarni meðal annars. „Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. Annað væri hrikalegt fordæmi og er ekkert minna en siðferðisbrestur,“ sagði ráðherrann enn fremur. Viðbúið að einhverjir mótmæli Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur í svipaðan streng og Bjarni en hann segir það hafa komið á óvart að embættismenn hafi fengið ofgreidd laun. „Það átti auðvitað enginn von á því að þarna hefðu verið einhver mistök á ferðinni, ég held að allir hafi gengið út frá því að þeir útreikningar sem fjársýslan byggði á væru réttir,“ segir Birgir. „Það er auðvitað óheppilegt að það komi í ljós mistök í þessu og það er eðlilegt að það sé með einhverjum hætti reynt að leiðrétta það, en það geta verið ákveðnar flækjur í sambandi við framkvæmdina á því,“ segir hann enn fremur. Þingmenn eigi eftir að fara betur yfir málið á næstu dögum en hann segir viðbúið að einhverjir mótmæli framkvæmdinni og geri það þá á einstaklingsbundnum forsendum. „Þetta kallar ekki á beinar ákvarðanir af hálfu þingsins en við þurfum hins vegar bara núna á næstu dögum að fara yfir stöðuna í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hjá dómurum er afstaðan skýr. „Það er alveg ljóst að ef þessar breytingar verði með þeim hætti sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, þá muni dómarar leita réttar síns í málinu,“ segir Kjartan. Alþingi Kjaramál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjársýsla ríkisins tilkynnti í morgun að mistök hafi verið gerð við útreikning launa æðstu embættismanna frá árinu 2019. Um 260 einstaklingar falla þar undir, þar af 215 sem eru enn í starfi, en meðal annars er um er að ræða þjóðkjörna fulltrúa, ráðherra, og dómara. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók því ákvörðun um að leiðrétta laun þeirra einstaklinga og fara fram á endurgreiðslu ofgreiddra launa. Uppsöfnuð ofgreidd laun nema alls um 105 milljónum króna á tímabilinu en algengt er að endurgreiðslufjárhæð svari til um þriðjungs einna mánaðarlauna hjá þeim sem þáðu laun yfir allt tímabilið. Sé fjármálaráðherra tekinn sem dæmi má gróflega áætla að hann þurfi að endurgreiða ríflega 700 þúsund krónur, miðað við núverandi laun. Endurgreiðslan fer fram í áföngum á tólf mánaða tímabili en einhverjir hafa mótmælt framkvæmdinni, þar á meðal dómarar. Stöð 2 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, segir skiljanlegt að það komi upp tilfelli þar sem fólk þarf að endurgreiða fjárhæðir. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ segir Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Málstaðurinn býsna aumur að mati ráðherra Fjársýslan fullyrðir að öllum hafi verið sent bréf um breytinguna og hvaða fjárhæð ræðir í hverju tilfelli en þeir sem fréttastofa ræddi við, þar á meðal dómarar og alþingismenn, höfðu ekki fengið þær upplýsingar í dag. „Við erum algjörlega í myrkrinu með þetta, við höfum ekki fengið neinar upplýsingar, og eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta,“ segir Kjartan. Fjármálaráðherra gaf lítið fyrir þessa gagnrýni í færslu á Facebook. „Að ræða um geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra í þessu samhengi er fráleitt. Fjárhæðin er lögákveðin. Málstaður þeirra sem mótmæla því að nú eigi að leiðrétta ofgreidd laun er býsna aumur,“ sagði Bjarni meðal annars. „Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. Annað væri hrikalegt fordæmi og er ekkert minna en siðferðisbrestur,“ sagði ráðherrann enn fremur. Viðbúið að einhverjir mótmæli Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur í svipaðan streng og Bjarni en hann segir það hafa komið á óvart að embættismenn hafi fengið ofgreidd laun. „Það átti auðvitað enginn von á því að þarna hefðu verið einhver mistök á ferðinni, ég held að allir hafi gengið út frá því að þeir útreikningar sem fjársýslan byggði á væru réttir,“ segir Birgir. „Það er auðvitað óheppilegt að það komi í ljós mistök í þessu og það er eðlilegt að það sé með einhverjum hætti reynt að leiðrétta það, en það geta verið ákveðnar flækjur í sambandi við framkvæmdina á því,“ segir hann enn fremur. Þingmenn eigi eftir að fara betur yfir málið á næstu dögum en hann segir viðbúið að einhverjir mótmæli framkvæmdinni og geri það þá á einstaklingsbundnum forsendum. „Þetta kallar ekki á beinar ákvarðanir af hálfu þingsins en við þurfum hins vegar bara núna á næstu dögum að fara yfir stöðuna í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hjá dómurum er afstaðan skýr. „Það er alveg ljóst að ef þessar breytingar verði með þeim hætti sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, þá muni dómarar leita réttar síns í málinu,“ segir Kjartan.
Alþingi Kjaramál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34