Nauðsynlegar neyðaraðgerðir í efnahagsmálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 2. júlí 2022 09:01 Um áratugaskeið höfðu Íslendingar miklar áhyggjur af verðbólgu og ekki að ástæðulausu. Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum og svo eftir bankahrunið lifir í minningunni. Þótt það geti verið eðlilegt að verðlag hækki smátt og smátt er mikil verðbólga til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum. Þrátt fyrir reynslu af verðbólgu og áhrifum hennar hafa stjórnvöld orðið of værukær gagnvart þessari hættu sem birtist okkur nú og ekki bara á Íslandi heldur víða um heim. Ástandið kallar á neyðaraðgerðir sem skila sér hratt til allra landsmanna. Ég hef ekki verið einn um að benda á að von væri á miklu erfiðara ástandi en stjórnvöld gerðu sér grein fyrir og enn eru áhrifin ekki komin fram nema að takmörkuðu leyti. Eftir að hagkerfi Íslands og margra annarra landa voru að verulegu leyti stöðvuð í tvö ár, en peningar prentaðir í miklum mæli til að bregðast við áhrifunum, mátti vera ljóst að það myndi skila sér í verðbólgu. Þegar Rússar gerðu svo innrás í Úkraínu blasti við að áhrifin yrðu veruleg. Enn hafa stjórnvöld þó ekki brugðist við í samræmi við tilefnið. Landbúnaður hafði staðið í baráttu upp á líf og dauða í nokkur ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda og þegar kostnaðurinn við áburð, eldsneyti og önnur aðföng jókst skyndilega til muna gekk dæmið einfaldlega ekki upp. Ríkisstjórnin brást við með því að veit bændum styrki vegna áburðarkaupa. Það dugði hins vegar skammt og talsverður hluti fjármagnsins fer beint aftur til ríkisins í formi skatta eða greiðslna til ríkisstofnana. Ástandið kallar ekki aðeins á umfangsmeiri aðgerðir til að verja innlend matvælaframleiðslu heldur einnig neyðaraðgerðir sem ná strax til samfélagsins alls, draga úr verðhækkunum, viðhalda verðmætasköpun og halda aftur af skuldaukningu. Margt þarf til en ég ætla að byrja á að nefna þrjár aðgerðir sem geta skipt sköpum. Aðgerðir sem hægt er að ráðast í strax í sumar enda stendur til að Alþingi komi saman til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka. I. Lækkun skatta á matvæli Með því að lækka neðra þrep virðisaukaskatts er hægt að lækka verð matvæla og annarra helstu nauðsynjavara sem allur almenningur þarf á að halda. Þar með yrði um leið dregið úr hækkun verðlagsvísitölu. Þessi aðgerð getur í senn dregið úr verðbólgu og bætt kjör almennings. Kjarabæturnar myndu gagnast tekjulægra fólki mest enda þurfa allir að kaupa mat og flestar þær vörur sem eru í lægra skattþrepinu. Í framhaldi af þessu þarf að fylgjast vel með verðlagsþróun svo neytendur séu upplýstir um hverjir standa við sitt og geti beint viðskiptum að þeim sem skila lækkunninni að fullu eða meira en það. II. Lækkun skatta og gjalda á eldsneyti Lækkun eldsneytisgjalda myndi skila sér hratt og vel og hafa margföldunaráhrif. Flestir þurfa að kaupa (eða a.m.k. borga) eldsneyti til að komast leiðar sinnar (nema e.t.v. þeir sem eiga Teslu en það fólk tilheyrir sjaldnast tekjulægri hópum). Áhrifin yrðu þó miklu víðtækari því eldsneyti keyrir hagkerfið áfram, það hefur áhrif á hversu mikið kostar að framleiða og flytja matvæli, hversu mikið kostar að flytja vörur milli landshluta osfrv. Lækkun eldsneytisverðs hefur líka töluverð áhrif á vísitöluna, skuldir, húsnæðis- og leiguverð osfrv. Meirihluti eldsneytisverðs er skattar og hin ýmsu refsigjöld sem hafa verið fundin upp eða hækkuð á undanförnum árum. Oft undir nafninu „grænir skattar“. Það er tiltölulega einfalt að lækka þessi gjöld, þó ekki væri nema tímabundið. III. Húsnæðismálin Skipulag húsnæðismála á Íslandi er komið í algjörar ógöngur og það birtist í húsnæðisskorti, síhækkandi húsnæðisverði (og leiguverði) og því að ungt fólk á erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn og byggja upp eign. Ég hef talað og skrifað mikið um þetta á undanförnum árum en núverandi ástand kallar á neyðaraðgerðir. Það þarf að einfalda skipulagsferlið. Í stað þess að ríkisvaldið þvælist fyrir skipulagsáformum sveitarfélaga ætti að snúa dæminu við og ríkisvaldið að gera kröfu um framboð lóða (m.t.t. eðlilegra skilyrða). Einfalda þarf byggingarreglugerð til að greiða fyrir húsbyggingum og lækka kostnað. Þetta eru ekki ný sannindi en þetta er kerfismál svo viðbrögð stjórnvalda hafa verið engin (nema að flækja málin enn). Með einfaldari og skilvirkari reglugerð mætti lækka byggingarkostnað umtalsvert og ýta undir framkvæmdir. Framhald á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda og auknir hvatar fyrir lífeyrissjóði til að ráðast í húsbyggingar, eins og ég hef nefnt oft áður, eru mikilvægur þáttur í þessu. Mikilvægast af öllu er þó að skipuleggja fallega og eftirsóknarverða byggð. Með því skilar átakið og verðmætasköpunin sér áratugi eða árhundruð fram í tímann (jafnvel þegar ráðist er í neyðaraðgerðir þarf að huga að langtímaáhrifunum). Niðurstaða Við stöndum frammi fyrir augljósri hættu á neikvæðri keðjuverkun sem getur valdið ómældu tjóni á efnahag landsins og lífsgæðum allra Íslendinga til framtíðar. Þótt stjórnvöld þurfi að huga að mörgu við slíkar aðstæður er mikilvægast að ráðast strax í aðgerðir sem geta haft áhrif fljótt og sett af stað jákvæða keðjuverkun. Aðalatriðið er að bregðast við og gera það í tæka tíð. Þetta er ekki mál sem kallar á skipun nefnda sem skila af sér vangaveltum löngu eftir að skaðinn er skeður. Þetta eru aðstæður sem kalla á að stjórnvöld fari að stjórna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Húsnæðismál Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið höfðu Íslendingar miklar áhyggjur af verðbólgu og ekki að ástæðulausu. Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum og svo eftir bankahrunið lifir í minningunni. Þótt það geti verið eðlilegt að verðlag hækki smátt og smátt er mikil verðbólga til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum. Þrátt fyrir reynslu af verðbólgu og áhrifum hennar hafa stjórnvöld orðið of værukær gagnvart þessari hættu sem birtist okkur nú og ekki bara á Íslandi heldur víða um heim. Ástandið kallar á neyðaraðgerðir sem skila sér hratt til allra landsmanna. Ég hef ekki verið einn um að benda á að von væri á miklu erfiðara ástandi en stjórnvöld gerðu sér grein fyrir og enn eru áhrifin ekki komin fram nema að takmörkuðu leyti. Eftir að hagkerfi Íslands og margra annarra landa voru að verulegu leyti stöðvuð í tvö ár, en peningar prentaðir í miklum mæli til að bregðast við áhrifunum, mátti vera ljóst að það myndi skila sér í verðbólgu. Þegar Rússar gerðu svo innrás í Úkraínu blasti við að áhrifin yrðu veruleg. Enn hafa stjórnvöld þó ekki brugðist við í samræmi við tilefnið. Landbúnaður hafði staðið í baráttu upp á líf og dauða í nokkur ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda og þegar kostnaðurinn við áburð, eldsneyti og önnur aðföng jókst skyndilega til muna gekk dæmið einfaldlega ekki upp. Ríkisstjórnin brást við með því að veit bændum styrki vegna áburðarkaupa. Það dugði hins vegar skammt og talsverður hluti fjármagnsins fer beint aftur til ríkisins í formi skatta eða greiðslna til ríkisstofnana. Ástandið kallar ekki aðeins á umfangsmeiri aðgerðir til að verja innlend matvælaframleiðslu heldur einnig neyðaraðgerðir sem ná strax til samfélagsins alls, draga úr verðhækkunum, viðhalda verðmætasköpun og halda aftur af skuldaukningu. Margt þarf til en ég ætla að byrja á að nefna þrjár aðgerðir sem geta skipt sköpum. Aðgerðir sem hægt er að ráðast í strax í sumar enda stendur til að Alþingi komi saman til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka. I. Lækkun skatta á matvæli Með því að lækka neðra þrep virðisaukaskatts er hægt að lækka verð matvæla og annarra helstu nauðsynjavara sem allur almenningur þarf á að halda. Þar með yrði um leið dregið úr hækkun verðlagsvísitölu. Þessi aðgerð getur í senn dregið úr verðbólgu og bætt kjör almennings. Kjarabæturnar myndu gagnast tekjulægra fólki mest enda þurfa allir að kaupa mat og flestar þær vörur sem eru í lægra skattþrepinu. Í framhaldi af þessu þarf að fylgjast vel með verðlagsþróun svo neytendur séu upplýstir um hverjir standa við sitt og geti beint viðskiptum að þeim sem skila lækkunninni að fullu eða meira en það. II. Lækkun skatta og gjalda á eldsneyti Lækkun eldsneytisgjalda myndi skila sér hratt og vel og hafa margföldunaráhrif. Flestir þurfa að kaupa (eða a.m.k. borga) eldsneyti til að komast leiðar sinnar (nema e.t.v. þeir sem eiga Teslu en það fólk tilheyrir sjaldnast tekjulægri hópum). Áhrifin yrðu þó miklu víðtækari því eldsneyti keyrir hagkerfið áfram, það hefur áhrif á hversu mikið kostar að framleiða og flytja matvæli, hversu mikið kostar að flytja vörur milli landshluta osfrv. Lækkun eldsneytisverðs hefur líka töluverð áhrif á vísitöluna, skuldir, húsnæðis- og leiguverð osfrv. Meirihluti eldsneytisverðs er skattar og hin ýmsu refsigjöld sem hafa verið fundin upp eða hækkuð á undanförnum árum. Oft undir nafninu „grænir skattar“. Það er tiltölulega einfalt að lækka þessi gjöld, þó ekki væri nema tímabundið. III. Húsnæðismálin Skipulag húsnæðismála á Íslandi er komið í algjörar ógöngur og það birtist í húsnæðisskorti, síhækkandi húsnæðisverði (og leiguverði) og því að ungt fólk á erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn og byggja upp eign. Ég hef talað og skrifað mikið um þetta á undanförnum árum en núverandi ástand kallar á neyðaraðgerðir. Það þarf að einfalda skipulagsferlið. Í stað þess að ríkisvaldið þvælist fyrir skipulagsáformum sveitarfélaga ætti að snúa dæminu við og ríkisvaldið að gera kröfu um framboð lóða (m.t.t. eðlilegra skilyrða). Einfalda þarf byggingarreglugerð til að greiða fyrir húsbyggingum og lækka kostnað. Þetta eru ekki ný sannindi en þetta er kerfismál svo viðbrögð stjórnvalda hafa verið engin (nema að flækja málin enn). Með einfaldari og skilvirkari reglugerð mætti lækka byggingarkostnað umtalsvert og ýta undir framkvæmdir. Framhald á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda og auknir hvatar fyrir lífeyrissjóði til að ráðast í húsbyggingar, eins og ég hef nefnt oft áður, eru mikilvægur þáttur í þessu. Mikilvægast af öllu er þó að skipuleggja fallega og eftirsóknarverða byggð. Með því skilar átakið og verðmætasköpunin sér áratugi eða árhundruð fram í tímann (jafnvel þegar ráðist er í neyðaraðgerðir þarf að huga að langtímaáhrifunum). Niðurstaða Við stöndum frammi fyrir augljósri hættu á neikvæðri keðjuverkun sem getur valdið ómældu tjóni á efnahag landsins og lífsgæðum allra Íslendinga til framtíðar. Þótt stjórnvöld þurfi að huga að mörgu við slíkar aðstæður er mikilvægast að ráðast strax í aðgerðir sem geta haft áhrif fljótt og sett af stað jákvæða keðjuverkun. Aðalatriðið er að bregðast við og gera það í tæka tíð. Þetta er ekki mál sem kallar á skipun nefnda sem skila af sér vangaveltum löngu eftir að skaðinn er skeður. Þetta eru aðstæður sem kalla á að stjórnvöld fari að stjórna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun