Þóttist vera fórnarlamb og gæti hlotið dauðarefsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 13:04 Fjöldi farandverkamanna fannst í vörubílnum og höfðu flestir þeirra fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans. Fjöldi fólks var úrskurðaður látinn á staðnum og er tala látinna nú orðinn 53. AP/Eric Gay Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti. Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti.
Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira