„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 12:33 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir rétt að þingmenn fylgi sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar. Vísir/Vilhelm Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala. Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala.
Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34