Töluvert af líkamsárásum yfir helgina og vopn notuð í einhverjum tilfellum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. júlí 2022 09:57 Lögregla var meðal annars kölluð út að skemmtistað við Lækjargötu vegna stórfelldrar líkamsárásar. Mynd/Aðsend Þrjár stórfelldar líkamsárásir áttu sér stað í höfuðborginni á aðfaranótt sunnudags. Mikið álag var hjá lögreglunni um helgina þar sem hátt í tvö hundruð mál voru skráð. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags en alls voru 87 mál skráð í dagbók lögreglu. Þar standa upp úr þó nokkrar líkamsárásir að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Frá fimm [á laugardagskvöld] til fimm í [gær]nótt þá var tilkynnt um tíu líkamsárásir víðsvegar reyndar um borgina, þetta tengist ekki aðeins miðbænum, þannig það hefur verið erill hjá lögreglunni,“ segir Þóra. Af þeim líkamsárásum voru þrjár flokkaðar sem stórfelldar, þar af tvær í Hlíðunum og ein í miðbænum, við skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu. Alls voru fjórir handteknir. Mismiklir áverkar voru á fórnarlömbum árásanna og á lögregla eftir að fá frekari upplýsingar í nokkrum tilfellum. „Í einhverjum tilfellum voru einhvers konar vopn notuð og það er hérna ein sem er stórfelld þar sem aðili var fluttur á slysadeild,“ segir Þóra. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru sömuleiðis þó nokkur mál skráð í dagbók lögreglu, alls 77. Þar af voru tvær líkamsárásir skráðar, ein í Hlíðunum og ein í miðbænum. Aðspurð um hvort þetta séu sérstaklega mörg mál þegar litið er til helgarinnar í heild sinni segir hún svo vera. „Þetta er svona töluvert af líkamsárásum má segja yfir helgina, já,“ segir Þóra. Neyðarlínan, dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóri, í samstarfi við lögregluna á landsvísu, fóru í síðustu viku af stað með verkefnið Góða skemmtun, þar sem almenningur er hvattur til að stuðla að ofbeldislausu skemmtanalífi. Segja má að erillinn um helgina sýni fram á mikilvægi þess verkefnis, ekki síst nú þegar Covid er að baki. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags en alls voru 87 mál skráð í dagbók lögreglu. Þar standa upp úr þó nokkrar líkamsárásir að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Frá fimm [á laugardagskvöld] til fimm í [gær]nótt þá var tilkynnt um tíu líkamsárásir víðsvegar reyndar um borgina, þetta tengist ekki aðeins miðbænum, þannig það hefur verið erill hjá lögreglunni,“ segir Þóra. Af þeim líkamsárásum voru þrjár flokkaðar sem stórfelldar, þar af tvær í Hlíðunum og ein í miðbænum, við skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu. Alls voru fjórir handteknir. Mismiklir áverkar voru á fórnarlömbum árásanna og á lögregla eftir að fá frekari upplýsingar í nokkrum tilfellum. „Í einhverjum tilfellum voru einhvers konar vopn notuð og það er hérna ein sem er stórfelld þar sem aðili var fluttur á slysadeild,“ segir Þóra. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru sömuleiðis þó nokkur mál skráð í dagbók lögreglu, alls 77. Þar af voru tvær líkamsárásir skráðar, ein í Hlíðunum og ein í miðbænum. Aðspurð um hvort þetta séu sérstaklega mörg mál þegar litið er til helgarinnar í heild sinni segir hún svo vera. „Þetta er svona töluvert af líkamsárásum má segja yfir helgina, já,“ segir Þóra. Neyðarlínan, dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóri, í samstarfi við lögregluna á landsvísu, fóru í síðustu viku af stað með verkefnið Góða skemmtun, þar sem almenningur er hvattur til að stuðla að ofbeldislausu skemmtanalífi. Segja má að erillinn um helgina sýni fram á mikilvægi þess verkefnis, ekki síst nú þegar Covid er að baki. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira