Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 08:53 Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir starfsmennina vera sannkallaðar rokkstjörnur enda hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira. Elkem Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira. Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö í nótt, en hann kom upp á jarðhæð. „Starfsmenn kölluðu til slökkvilið og náðu að halda eldinum niðri og voru í raun búnir að ná að taka mesta þungann áður en slökkvilið mætti,“ segir Álfheiður. Hún segir að verið sé að meta stöðuna núna enda stutt síðan eldurinn kom upp. „Við erum að þrífa, meta tjónið og kanna hvað þurfi að laga.“ Ljóst er að tjónið sé nokkuð. „Já, það er náttúrulega framleiðslutap og viðgerð á búnaði sem skemmdist.“ Kísilver Elkem á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Eldur í töppunarpalli Álfheiður segir að eldurinn hafi komið upp á töppunarpalli ofnsins. „Þetta er búnaður sem er notaður til að opna töppunarholurnar á ofninum, þar sem málmurinn er sóttur. Þetta er pallurinn sem heldur uppi þeim búnaði, það kviknar í undir honum. En það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega olli því að eldurinn kom upp. Var þetta glussi? Var þetta rafmagn? Við höfum ekki hugmynd um það á þessu stigi máls.“ Hún er mjög ánægð með viðbrögð starfsmanna kísilversins. „Starfsmennirnir eru rokkstjörnur. Þetta er alveg ótrúlegur hópur af fólki. Þeir stukku allir til og náðu að koma í veg fyrir mun meira tjón. Ef eldurinn hefði gengið að ganga frjáls þarna um hefði tjónið orðið mun, mun meira. En það mikilvægasta er auðvitað að enginn slasaðist.“ Slökkvilið Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö í nótt, en hann kom upp á jarðhæð. „Starfsmenn kölluðu til slökkvilið og náðu að halda eldinum niðri og voru í raun búnir að ná að taka mesta þungann áður en slökkvilið mætti,“ segir Álfheiður. Hún segir að verið sé að meta stöðuna núna enda stutt síðan eldurinn kom upp. „Við erum að þrífa, meta tjónið og kanna hvað þurfi að laga.“ Ljóst er að tjónið sé nokkuð. „Já, það er náttúrulega framleiðslutap og viðgerð á búnaði sem skemmdist.“ Kísilver Elkem á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Eldur í töppunarpalli Álfheiður segir að eldurinn hafi komið upp á töppunarpalli ofnsins. „Þetta er búnaður sem er notaður til að opna töppunarholurnar á ofninum, þar sem málmurinn er sóttur. Þetta er pallurinn sem heldur uppi þeim búnaði, það kviknar í undir honum. En það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega olli því að eldurinn kom upp. Var þetta glussi? Var þetta rafmagn? Við höfum ekki hugmynd um það á þessu stigi máls.“ Hún er mjög ánægð með viðbrögð starfsmanna kísilversins. „Starfsmennirnir eru rokkstjörnur. Þetta er alveg ótrúlegur hópur af fólki. Þeir stukku allir til og náðu að koma í veg fyrir mun meira tjón. Ef eldurinn hefði gengið að ganga frjáls þarna um hefði tjónið orðið mun, mun meira. En það mikilvægasta er auðvitað að enginn slasaðist.“
Slökkvilið Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39