Klara í The Kardashians Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. júlí 2022 11:00 Rödd Klöru hefur ómað í síðustu þáttum af The Kardashians. Samsett/Frederick M. Brown/Getty Images Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. „Ég er búin að vera semja tónlist fyrir sjónvarpsþætti í nokkur ár og þá oftast fyrir fyrirtæki sem vinnur mikið fyrir raunveruleikasjónvarp. Ég geri mest af því efni sem ég sem fyrir sjónvarp með pródúser í LA sem heitir Tal Meltzer. Þetta fyrirtæki hefur reglulega pantað frá okkur nokkur lög fyrir þætti sem þeir eru að sjá um,“ segir Klara og bætir við að verkefnin séu sannarlega fjölbreytt. „Ég hef átt lög í Selling Sunset, Queer Eye For The Straight Guy, Love Island, NFL play-offs bara til að nefna einhverja. Svo nýlega tóku þeir við Kardashians þáttunum og eru búnir að vera að velja lög sem ég hef samið og er reyndar líka að syngja.“ Aðspurð hvernig tilfinningin sé að heyra rödd sína í svona vinsælum þáttum segir Klara: „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi og meira að segja ég hef horft á einn og einn þátt.“ Hún segir að það sé óvanalegt fyrir hana. „Ég horfi nefnilega ekki á neina raunveruleikaþætti sjálf svo til að sjá lögin mín í þessum þáttum bíð ég eftir að fá senda upptöku frá umboðsmanninum mínum sem er forfallinn raunveruleikaþátta nörd,“ segir Klara og hlær. Hún bætir við að þættirnir fari ekkert fram hjá manni þó maður fylgist kannski ekki með allri seríunni. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) En hefur þú einhvern tíma hitt Kardashian meðlim? „Ég hitti einu sinni Kim í veislu fyrir ESPY awards sem var haldið í Playboy mansion fyrir mörgum árum síðan. Ég spjallaði vissulega ekkert við hana meira en að heilsast ef ég man rétt.“ View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Að lokum er það stóra spurningin. Hver er uppáhalds Kardashian/Jenner meðlimurinn þinn? „Ég held að Kris Jenner hljóti að hafa endurskilgreint merkingu þess að búa til sítrónusafa úr sítrónum. Mér finnst hún geggjuð. Hún er eldklár og hugrökk og eftir því sem ég get séð tilbúin að vaða eld og brennistein fyrir stelpurnar sínar.“ Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Öll augu á Kim og Pete sem birta nýjar paramyndir á ströndinni Ástarsamband raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og grínistans Pete Davidson hefur vakið mikla forvitni fjölmiðla vestanshafs en parið fór leynt með samband sitt í fyrstu. 13. júní 2022 15:32 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. 2. júlí 2022 18:01 Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég er búin að vera semja tónlist fyrir sjónvarpsþætti í nokkur ár og þá oftast fyrir fyrirtæki sem vinnur mikið fyrir raunveruleikasjónvarp. Ég geri mest af því efni sem ég sem fyrir sjónvarp með pródúser í LA sem heitir Tal Meltzer. Þetta fyrirtæki hefur reglulega pantað frá okkur nokkur lög fyrir þætti sem þeir eru að sjá um,“ segir Klara og bætir við að verkefnin séu sannarlega fjölbreytt. „Ég hef átt lög í Selling Sunset, Queer Eye For The Straight Guy, Love Island, NFL play-offs bara til að nefna einhverja. Svo nýlega tóku þeir við Kardashians þáttunum og eru búnir að vera að velja lög sem ég hef samið og er reyndar líka að syngja.“ Aðspurð hvernig tilfinningin sé að heyra rödd sína í svona vinsælum þáttum segir Klara: „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi og meira að segja ég hef horft á einn og einn þátt.“ Hún segir að það sé óvanalegt fyrir hana. „Ég horfi nefnilega ekki á neina raunveruleikaþætti sjálf svo til að sjá lögin mín í þessum þáttum bíð ég eftir að fá senda upptöku frá umboðsmanninum mínum sem er forfallinn raunveruleikaþátta nörd,“ segir Klara og hlær. Hún bætir við að þættirnir fari ekkert fram hjá manni þó maður fylgist kannski ekki með allri seríunni. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) En hefur þú einhvern tíma hitt Kardashian meðlim? „Ég hitti einu sinni Kim í veislu fyrir ESPY awards sem var haldið í Playboy mansion fyrir mörgum árum síðan. Ég spjallaði vissulega ekkert við hana meira en að heilsast ef ég man rétt.“ View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Að lokum er það stóra spurningin. Hver er uppáhalds Kardashian/Jenner meðlimurinn þinn? „Ég held að Kris Jenner hljóti að hafa endurskilgreint merkingu þess að búa til sítrónusafa úr sítrónum. Mér finnst hún geggjuð. Hún er eldklár og hugrökk og eftir því sem ég get séð tilbúin að vaða eld og brennistein fyrir stelpurnar sínar.“
Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Öll augu á Kim og Pete sem birta nýjar paramyndir á ströndinni Ástarsamband raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og grínistans Pete Davidson hefur vakið mikla forvitni fjölmiðla vestanshafs en parið fór leynt með samband sitt í fyrstu. 13. júní 2022 15:32 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. 2. júlí 2022 18:01 Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Öll augu á Kim og Pete sem birta nýjar paramyndir á ströndinni Ástarsamband raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og grínistans Pete Davidson hefur vakið mikla forvitni fjölmiðla vestanshafs en parið fór leynt með samband sitt í fyrstu. 13. júní 2022 15:32
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04
Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. 2. júlí 2022 18:01
Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01