Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 22:15 Lindsey Graham og Rudy Giuliani voru tveir af nánustu bandamönnum Trumps. Getty Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira