Andri Fannar lánaður í hollensku úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 09:31 Andri Fannar í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Vilhelm Hinn tvítugi Andri Fannar Baldursson mun spila með NEC Nijmengen í hollensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann kemur til félagsins á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna. Andri Fannar er alinn upp hjá Breiðabliki hér á landi en gekk í raðir Bologna á Ítalíu árið 2019. Eftir að hafa verið inn og út úr aðalliði félagsins var hann lánaður til FC Kaupmannahafnar á síðustu leiktíð. Liðið varð Danmerkurmeistari en Andri Fannar var að glíma við meiðsli og lék lítið með liðinu. Bologna hefur nú brugðið á það ráð að lána íslenska miðjumanninn á nýjan leik, nú til Hollands. Mun Andri Fannar leika með NEC Nijmengen á komandi leiktíð en þetta var staðfest á samfélagsmiðlum nú í morgunsárið. #VelkominnAndri pic.twitter.com/VXKnwuV9XE— N.E.C. Nijmegen (@necnijmegen) July 6, 2022 Andri Fannar er langt því frá fyrsti Íslendingurinn til að leika með liðinu en til að mynda lék Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Schalke 04 í dag, með því á sínum tíma sem og landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson. Andri Fannar er tvítugur að aldri og leikur nær oftast í stöðu djúps miðjumanns. Hann er hluti af U-21 árs landsliði Íslands sem stefnir á að komast á lokamót EM á næsta ári. Alls á hann að baki 9 A-landsleiki, 8 leiki fyrir U-21 og aðra 34 leiki fyrir önnur yngri landslið. Afgelopen maandag trainde Andri voor het eerst mee met de Nijmeegse selectie.Check hier de foto's! #VelkominnAndri pic.twitter.com/yFCKWfbAYx— N.E.C. Nijmegen (@necnijmegen) July 6, 2022 NEC endaði í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 38 stig í 34 leikjum. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Andri Fannar er alinn upp hjá Breiðabliki hér á landi en gekk í raðir Bologna á Ítalíu árið 2019. Eftir að hafa verið inn og út úr aðalliði félagsins var hann lánaður til FC Kaupmannahafnar á síðustu leiktíð. Liðið varð Danmerkurmeistari en Andri Fannar var að glíma við meiðsli og lék lítið með liðinu. Bologna hefur nú brugðið á það ráð að lána íslenska miðjumanninn á nýjan leik, nú til Hollands. Mun Andri Fannar leika með NEC Nijmengen á komandi leiktíð en þetta var staðfest á samfélagsmiðlum nú í morgunsárið. #VelkominnAndri pic.twitter.com/VXKnwuV9XE— N.E.C. Nijmegen (@necnijmegen) July 6, 2022 Andri Fannar er langt því frá fyrsti Íslendingurinn til að leika með liðinu en til að mynda lék Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Schalke 04 í dag, með því á sínum tíma sem og landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson. Andri Fannar er tvítugur að aldri og leikur nær oftast í stöðu djúps miðjumanns. Hann er hluti af U-21 árs landsliði Íslands sem stefnir á að komast á lokamót EM á næsta ári. Alls á hann að baki 9 A-landsleiki, 8 leiki fyrir U-21 og aðra 34 leiki fyrir önnur yngri landslið. Afgelopen maandag trainde Andri voor het eerst mee met de Nijmeegse selectie.Check hier de foto's! #VelkominnAndri pic.twitter.com/yFCKWfbAYx— N.E.C. Nijmegen (@necnijmegen) July 6, 2022 NEC endaði í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 38 stig í 34 leikjum.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira