„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 13:48 Lilja Rafney Magnúsdóttir gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur harðlega fyrir fyrirhugaða ákvörðun um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Vísir/Friðrik Þór Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ Lilja Rafney furðar sig á ákvörðun Svandísar í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag. Þar segir hún ráðherra brjóta niður núverandi kerfi sem mikil þverpólitísk vinna hafi verið lögð í, í stað þess „að tryggja nægar aflaheimildir í strandveiðikerfið í 48 daga á öllu landinu.“ Hún segist jafnframt vera hugsi yfir því hvort hún eigi lengur samleið með Vinstri grænum þegar „svo illa ígrundaðar ákvarðanir eru gerðar án samráðs þvert á stefnu VG um að efla strandveiðar!“ Svandís greindi frá því nýlega að hún hygðist leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Hún teldi að núverandi fyrirkomulag hafi mistekist, feli í sér ójafnræði og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem það átti að treysta. „Mikil afturför og vanhugsað“ Blaðamaður hafði samband við Lilju til að spyrja hana nánar út í þessa gagnrýni. Hún sagðst þekkja vel til málanna þar sem hún hafi verið formaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili. Þá hafi verið unnin vinna við kerfisbreytingar á strandveiðikerfinu í ljósi öryggissjónarmiða og til að gæta jafnræðis milli landshluta. Það hafi tekið þrjú ár að koma þessum breytingum í gegn eftir tilraunasumar 2018 og lögfestingu 2019. Endanlegt markmið hafi verið „að tryggja aflaheimildir til þessara 48 daga til þess að klára dæmið.“ Það væri það sem ætti að gera en ekki „að spóla til baka og byrja á byrjunarreit aftur“ Í gamla kerfinu hafi verið mikið ójafnræði og ólympískar veiðar þar sem menn slógust um aflaheimildirnar sem hafi verið settar, „ekki mjög vísindalega, niður á hvert landsvæði“ og því hafi verið mikill mismunur á milli báta þar. „Það sem við upplifðum í atvinnuveganefnd að menn yrðu sáttir hvar sem þeir byggju á landinu ef að þessi 48 dagar væru tryggðir og afli til þess að mæta þeim,“ sagði Lilja „Mér finnst þetta vera mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra að fara þessa leið.“ Verið að afleggja mikla vinnu Hún segir að með ákvörðun ráðherra sé „því miður verið að algjörlega afleggja alla þá vinnu sem fór í þetta.“ Henni finnist það vera ansi hart vegið að félögum ráðherra að taka slíka ákvörðun „án þess að ræða einu sinni um þetta innan flokksins og þess hóps sem hefur komið mest að sjávarútvegsmálum í Vinstri grænum.“ Þá sagði Lilja að sér fyndist eðlilegra að þegar ráðherra Vinstri grænna væri að sinna sjávarútvegsmálum að hún einbeitti sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu en ekki fara að setja enn eina stóru nefndina til margra missera sem, því miður, reynslan hefur sýnt að ekkert hefur komið út úr þegar þeirri vinnu er skilað.“ „Það liggja fyrir ótal gögn og skýrslur um marga hluti sem má gera betur. Sérstaklega má styrkja félagslega hluta kerfisins miklu betur. Það liggja fyrir gögn til þess að vinna áfram í þeim efnum en ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.“ Sjávarútvegur Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3. júní 2022 13:52 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Lilja Rafney furðar sig á ákvörðun Svandísar í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag. Þar segir hún ráðherra brjóta niður núverandi kerfi sem mikil þverpólitísk vinna hafi verið lögð í, í stað þess „að tryggja nægar aflaheimildir í strandveiðikerfið í 48 daga á öllu landinu.“ Hún segist jafnframt vera hugsi yfir því hvort hún eigi lengur samleið með Vinstri grænum þegar „svo illa ígrundaðar ákvarðanir eru gerðar án samráðs þvert á stefnu VG um að efla strandveiðar!“ Svandís greindi frá því nýlega að hún hygðist leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Hún teldi að núverandi fyrirkomulag hafi mistekist, feli í sér ójafnræði og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem það átti að treysta. „Mikil afturför og vanhugsað“ Blaðamaður hafði samband við Lilju til að spyrja hana nánar út í þessa gagnrýni. Hún sagðst þekkja vel til málanna þar sem hún hafi verið formaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili. Þá hafi verið unnin vinna við kerfisbreytingar á strandveiðikerfinu í ljósi öryggissjónarmiða og til að gæta jafnræðis milli landshluta. Það hafi tekið þrjú ár að koma þessum breytingum í gegn eftir tilraunasumar 2018 og lögfestingu 2019. Endanlegt markmið hafi verið „að tryggja aflaheimildir til þessara 48 daga til þess að klára dæmið.“ Það væri það sem ætti að gera en ekki „að spóla til baka og byrja á byrjunarreit aftur“ Í gamla kerfinu hafi verið mikið ójafnræði og ólympískar veiðar þar sem menn slógust um aflaheimildirnar sem hafi verið settar, „ekki mjög vísindalega, niður á hvert landsvæði“ og því hafi verið mikill mismunur á milli báta þar. „Það sem við upplifðum í atvinnuveganefnd að menn yrðu sáttir hvar sem þeir byggju á landinu ef að þessi 48 dagar væru tryggðir og afli til þess að mæta þeim,“ sagði Lilja „Mér finnst þetta vera mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra að fara þessa leið.“ Verið að afleggja mikla vinnu Hún segir að með ákvörðun ráðherra sé „því miður verið að algjörlega afleggja alla þá vinnu sem fór í þetta.“ Henni finnist það vera ansi hart vegið að félögum ráðherra að taka slíka ákvörðun „án þess að ræða einu sinni um þetta innan flokksins og þess hóps sem hefur komið mest að sjávarútvegsmálum í Vinstri grænum.“ Þá sagði Lilja að sér fyndist eðlilegra að þegar ráðherra Vinstri grænna væri að sinna sjávarútvegsmálum að hún einbeitti sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu en ekki fara að setja enn eina stóru nefndina til margra missera sem, því miður, reynslan hefur sýnt að ekkert hefur komið út úr þegar þeirri vinnu er skilað.“ „Það liggja fyrir ótal gögn og skýrslur um marga hluti sem má gera betur. Sérstaklega má styrkja félagslega hluta kerfisins miklu betur. Það liggja fyrir gögn til þess að vinna áfram í þeim efnum en ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.“
Sjávarútvegur Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3. júní 2022 13:52 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12
Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3. júní 2022 13:52
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent