Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið í um 400 metra hæð og hafi þurft að bera hana um tveggja kílómetra leið.
Búið sé að koma henni niður og í sjúkrabíl.
Einnig barst útkall til björgunarsveita á Snæfellsnesi eftir að kona datt haf hestbaki í Löngufjörum. Sjúkrabíll komst ekki á vettvang og var björgunarsveitarfólk beðið um að flytja hana.