Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2022 16:13 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni, samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Við breytinguna aukast aflaheimildir til strandveiða um 874 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl á skiptimarkaði, 50 ónýtt tonn sem voru færð frá frístundaveiðum og 150 ónýtt tonn vegna línuívilnunar. Samtals er því 1.074 tonnum bætt við strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða hækkar um fimm prósent Með þessu hækkar hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks þannig upp í rúm 5 prósent. „Hefur aldrei svo stórum hluta leyfilegs heildarafla þorsks áður verið ráðstafað til strandveiða. Fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á stendur nú yfir og er þessi ráðstöfun matvælaráðherra liður í aðgerðum til að festa strandveiðar betur í sessi enda skipta strandveiðar sköpum fyrir margar fjölskyldur í landinu,“ segir í tilkynningunni. Matvælaráðaherra hafi að auki komið á þeirri breytingu til hagræðingar fyrir strandveiðisjómenn að Fiskistofa muni sjálfkrafa fella strandveiðileyfi úr gildi þegar strandveiðar verða stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum. „Því er ekki er lengur þörf á að óska eftir niðurfellingu strandveiðileyfis til Fiskistofu 20. dag mánaðar áður en til stóð að hætta veiðum.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni, samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Við breytinguna aukast aflaheimildir til strandveiða um 874 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl á skiptimarkaði, 50 ónýtt tonn sem voru færð frá frístundaveiðum og 150 ónýtt tonn vegna línuívilnunar. Samtals er því 1.074 tonnum bætt við strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða hækkar um fimm prósent Með þessu hækkar hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks þannig upp í rúm 5 prósent. „Hefur aldrei svo stórum hluta leyfilegs heildarafla þorsks áður verið ráðstafað til strandveiða. Fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á stendur nú yfir og er þessi ráðstöfun matvælaráðherra liður í aðgerðum til að festa strandveiðar betur í sessi enda skipta strandveiðar sköpum fyrir margar fjölskyldur í landinu,“ segir í tilkynningunni. Matvælaráðaherra hafi að auki komið á þeirri breytingu til hagræðingar fyrir strandveiðisjómenn að Fiskistofa muni sjálfkrafa fella strandveiðileyfi úr gildi þegar strandveiðar verða stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum. „Því er ekki er lengur þörf á að óska eftir niðurfellingu strandveiðileyfis til Fiskistofu 20. dag mánaðar áður en til stóð að hætta veiðum.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48