„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“ Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“
Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33
Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27