„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“ Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“
Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33
Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27