Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 10:30 Frenkie de Jong virðist vera tilbúinn að skipta út Katalóníu fyrir Manchester. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira