Ráðherra í stríð við strandveiðar Inga Sæland skrifar 11. júlí 2022 11:01 Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun