Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2022 14:53 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. „Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið. Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið.
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira