Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 16:15 Tiger Woods varð klökkur þegar hann heyrði í mannfjöldanum sem tók á móti honum á 18. flöt. Kevin C. Cox/Getty Images Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images Golf Opna breska Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira
Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images
Golf Opna breska Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira