Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 18:34 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13
Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51