Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 18:34 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13
Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51