Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 17:30 Jamie Allen tekur sér pásu frá knattspyrnuiðkun til að finna ástina. Instagramjamie_allen12 Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0. Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Sjá meira
Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0.
Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Sjá meira