Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 13:01 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01