Síðasti hjúkrunarfræðingur Landspítalans Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 23. júlí 2022 19:01 2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir. Að vinna með stétt hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu, sem gefa af sér án nokkurrar græðgi, græðgi eins og þeirrar sem finnst í einkareknum heilbrigðisstofnunum, er besta tilfinning sem ég hef á ævinni upplifað. Eftir vinnu er ég nú hins vegar búinn að vera í stuttlegri rannsóknarvinnu um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur nú hörðum höndum að, þjóðinni til óheilla. Hvort sem það varðar: 1 - Áróður Klínikarinnar, fyrirtækis sem hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, um einkavæðingu, 2 - Sjúkratryggingar Íslands, sem vilja m.a. ekki greiða niður kostnað hjá íslenskum krabbameinssjúklingi og Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að nota til að einkavæða og græðgisvæða heilbrigðiskerfið, 3 - Þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar og þ.m.t. ljósmæður Landspítalans hafa verið samningslausar síðastliðin 10 ár, allan þann tíma sem Bjarni Benediktsson hefur verið Fjármálaráðherra, 4 - Miklar arðgreiðslur ýmissra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi á tímum Covid, þá er ljóst að sú staða í dag að Landspítalinn og þar af leiðandi þjóðin býður upp á öfluga heilbrigðisþjónustu, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á viðráðanlegu verði fyrir alla landsmenn (oftast, því einkavæðingin er hafin og þetta á því ekki við um suma þætti þjónustunnar lengur) gæti brátt heyrt sögunni til því ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að semja við hjúkrunarfræðinga í byrjun næsta árs eins og þeir hafa gert síðastliðin 10 ár í röð þá eykst enn frekar vandi Bráðamóttökunnar í Fossvogi eins og ég hef áður bent á og Mæðraverndar Landspítalans á Hringbraut. Þetta á einnig við um aðrar deildir spítalans og ég veit með vissu að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem fyrir eru á báðum stöðum eru að keyra sig út umfram heilbrigðs ástands. Forstjóri Landspítalans, hinn nýráðni, gefur okkur hér innsýn inn í beinharðar staðreyndir um vanda Landspítalans - Landspítalinn getur ekki keppt við einkarekin fyrirtæki um laun á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og heldur niður fjármagni til Landspítalans og semur ekki við hjúkrunarfræðinga ríkisins. En það má heldur ekki gleyma að þótt hjúkrunarfræðingar séu mikilvæg stétt og eina stétt heilbrigðisstarfsfólks ríkisins sem vinna ofhlaðna og óeigingjarna vinnu sína samningslausir, þá eru ýmsar fleiri stéttir í heilbrigðiskerfi Landspítalans. Við megum hylla þær allar, virða og hvetja til dáða. Við byrjum á því með því að tryggja að þær fái allar þá lágmarksvirðingu uppfyllta að sinna sínum störfum með kjarasamningi sem þær hafa samþykkt. Þú mátt vera fullviss um, kæri lesandi, að undirritaður mun styðja allar launakröfur hjúkrunarfræðinga Landspítalans á næsta ári, berjast fyrir málefnið og skrifa grein um það þá einnig. Höfundur er verkamaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfisins sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir. Að vinna með stétt hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu, sem gefa af sér án nokkurrar græðgi, græðgi eins og þeirrar sem finnst í einkareknum heilbrigðisstofnunum, er besta tilfinning sem ég hef á ævinni upplifað. Eftir vinnu er ég nú hins vegar búinn að vera í stuttlegri rannsóknarvinnu um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur nú hörðum höndum að, þjóðinni til óheilla. Hvort sem það varðar: 1 - Áróður Klínikarinnar, fyrirtækis sem hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, um einkavæðingu, 2 - Sjúkratryggingar Íslands, sem vilja m.a. ekki greiða niður kostnað hjá íslenskum krabbameinssjúklingi og Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að nota til að einkavæða og græðgisvæða heilbrigðiskerfið, 3 - Þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar og þ.m.t. ljósmæður Landspítalans hafa verið samningslausar síðastliðin 10 ár, allan þann tíma sem Bjarni Benediktsson hefur verið Fjármálaráðherra, 4 - Miklar arðgreiðslur ýmissra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi á tímum Covid, þá er ljóst að sú staða í dag að Landspítalinn og þar af leiðandi þjóðin býður upp á öfluga heilbrigðisþjónustu, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á viðráðanlegu verði fyrir alla landsmenn (oftast, því einkavæðingin er hafin og þetta á því ekki við um suma þætti þjónustunnar lengur) gæti brátt heyrt sögunni til því ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að semja við hjúkrunarfræðinga í byrjun næsta árs eins og þeir hafa gert síðastliðin 10 ár í röð þá eykst enn frekar vandi Bráðamóttökunnar í Fossvogi eins og ég hef áður bent á og Mæðraverndar Landspítalans á Hringbraut. Þetta á einnig við um aðrar deildir spítalans og ég veit með vissu að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem fyrir eru á báðum stöðum eru að keyra sig út umfram heilbrigðs ástands. Forstjóri Landspítalans, hinn nýráðni, gefur okkur hér innsýn inn í beinharðar staðreyndir um vanda Landspítalans - Landspítalinn getur ekki keppt við einkarekin fyrirtæki um laun á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og heldur niður fjármagni til Landspítalans og semur ekki við hjúkrunarfræðinga ríkisins. En það má heldur ekki gleyma að þótt hjúkrunarfræðingar séu mikilvæg stétt og eina stétt heilbrigðisstarfsfólks ríkisins sem vinna ofhlaðna og óeigingjarna vinnu sína samningslausir, þá eru ýmsar fleiri stéttir í heilbrigðiskerfi Landspítalans. Við megum hylla þær allar, virða og hvetja til dáða. Við byrjum á því með því að tryggja að þær fái allar þá lágmarksvirðingu uppfyllta að sinna sínum störfum með kjarasamningi sem þær hafa samþykkt. Þú mátt vera fullviss um, kæri lesandi, að undirritaður mun styðja allar launakröfur hjúkrunarfræðinga Landspítalans á næsta ári, berjast fyrir málefnið og skrifa grein um það þá einnig. Höfundur er verkamaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfisins sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar