Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 21:12 Alda Margrét Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga. Vísir Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira