Íþróttamenn 68 sinnum líklegri til að hljóta heilaskaða Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Fyrrum NFL-leikmaðurinn Junior Seau svipti sig lífi árið 2012 með því að skjóta sig í bringuna. Hann hlífði höfðinu viljandi til að hægt væri að rannsaka það. Í ljós kom að hann var með CTE. George Gojkovich/Getty Images Ný rannsókn alþjóðlegra sérfræðinga er sögð hafa fært fram óyggjandi sannanir fyrir tengslum milli ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum og heilasjúkdómsins CTE (chronic traumatic encephalopathy). Íþróttasambönd eru hvött til þess að taka mark á rannsókninni. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum. NFL Rugby Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum.
NFL Rugby Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira