Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2022 13:54 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi. John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi.
John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
„Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48
Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07
Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent