Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 12:19 Bjarni Ingimarsson varðstjóri. Vísir Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála.
Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira