Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. ágúst 2022 18:55 Margir héldu til Vestmannaeyja þessa helgina og skemmtu sér vel. Stöð 2 Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43
Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent