Sjálfhverfi vinnufélaginn tekur á taugarnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 07:00 Það getur svo sannarlega tekið á taugarnar að vinna með sjálfhverfum einstaklingi. Því þetta er fólkið með viðhorfið Ég um mig frá mér til mín. En hvers vegna ekki að snúa vörn í sókn? Vísir/Getty Það getur tekið á taugarnar að vinna náið með sjálfhverfu fólki. Ekki það að sjálfhverfa sé alltaf alslæm. Að vera svolítið sjálfhverfur getur meira að segja hjálpað okkur í starfsframa, þar sem egóið nýtist okkur sem ákveðinn drifkraftur. Einkenni sjálfhverfra einstaklinga eru hins vegar þau að þeir fara yfir ákveðinn mörk í samskiptum við aðra. Þetta er fólkið sem er í rauninni: Ég um mig frá mér til mín! Algeng einkenni eru: Að efast um aðra ef fólk gerir ekki eins og hann/hún vill og sýna það jafnvel Stjórnsemi sem einkennist af því að ráðskast með aðra til að ná sínu fram Að misnota annað fólk og þá í eigin þágu. Það sem getur verið erfitt við að vinna með sjálfhverfum einstaklingi er að þú hefur í rauninni ekki sama val og ef þú værir til dæmis í parasambandi við það og getur þá valið um að halda því sambandi áfram eða slíta því. Eða staða þar sem þú ákveður að taka ekki saman eða vingast við einstakling sem þér finnst vera áberandi sjálfhverf/ur. Í vinnunni horfa málin öðruvísi við. Því þótt þér finnist sjálfhverfi vinnufélaginn svo sannarlega taka á taugarnar, getur þú lítið í málunum gert. Enda ekkert sem segir að viðkomandi sé ekki starfi sínu vel vaxinn og standi sig þar með sóma. Og oft er þetta fólk mjög kurteist og almennt vel liðið af fólki sem þekkir það minna en þú. Í umfjöllun um sjálfhverfa einstaklinga á vefsíðunni HealthEssentials er fólki fyrst og fremst bent á að fókusa á sjálfan sig. Því það að halda að þú getir gert eða sagt eitthvað sem fær viðkomandi til að breytast er ólíklegt til að bera árangur. Þrjú atriði geta hjálpað mikið: Að taka hegðun viðkomandi ekki persónulega Að setja viðkomandi mörk og standa á þínu, þótt það sé gert á jákvæðan hátt Takmarkaðu samskipti og samveru með viðkomandi eins mikið og þú getur, því annars fer óþarfa orka í það hjá þér að láta viðkomandi fara í taugarnar á þér eða bíta í vörina því þig svo sannarlega langar oft til að segja eitthvað. Haltu samskiptunum í lágmarki og passaðu þig samt á því að halda þeim á jákvæðu nótunum. Með öðrum orðum: Fókusaðu á sjálfan þig og þína andlegu líðan og jákvæðu orku. Vertu ófeimin/n við að hugsa: Ég um mig frá mér til mín........en á jákvæðan hátt og með jákvæðu viðmóti. Því þegar þú ert að vinna með sjálfhverfu fólki snýst stærsta verkefnið um að þú leyfir viðkomandi ekki að taka frá þér of mikið pláss í huganum. Heilsa Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ekki það að sjálfhverfa sé alltaf alslæm. Að vera svolítið sjálfhverfur getur meira að segja hjálpað okkur í starfsframa, þar sem egóið nýtist okkur sem ákveðinn drifkraftur. Einkenni sjálfhverfra einstaklinga eru hins vegar þau að þeir fara yfir ákveðinn mörk í samskiptum við aðra. Þetta er fólkið sem er í rauninni: Ég um mig frá mér til mín! Algeng einkenni eru: Að efast um aðra ef fólk gerir ekki eins og hann/hún vill og sýna það jafnvel Stjórnsemi sem einkennist af því að ráðskast með aðra til að ná sínu fram Að misnota annað fólk og þá í eigin þágu. Það sem getur verið erfitt við að vinna með sjálfhverfum einstaklingi er að þú hefur í rauninni ekki sama val og ef þú værir til dæmis í parasambandi við það og getur þá valið um að halda því sambandi áfram eða slíta því. Eða staða þar sem þú ákveður að taka ekki saman eða vingast við einstakling sem þér finnst vera áberandi sjálfhverf/ur. Í vinnunni horfa málin öðruvísi við. Því þótt þér finnist sjálfhverfi vinnufélaginn svo sannarlega taka á taugarnar, getur þú lítið í málunum gert. Enda ekkert sem segir að viðkomandi sé ekki starfi sínu vel vaxinn og standi sig þar með sóma. Og oft er þetta fólk mjög kurteist og almennt vel liðið af fólki sem þekkir það minna en þú. Í umfjöllun um sjálfhverfa einstaklinga á vefsíðunni HealthEssentials er fólki fyrst og fremst bent á að fókusa á sjálfan sig. Því það að halda að þú getir gert eða sagt eitthvað sem fær viðkomandi til að breytast er ólíklegt til að bera árangur. Þrjú atriði geta hjálpað mikið: Að taka hegðun viðkomandi ekki persónulega Að setja viðkomandi mörk og standa á þínu, þótt það sé gert á jákvæðan hátt Takmarkaðu samskipti og samveru með viðkomandi eins mikið og þú getur, því annars fer óþarfa orka í það hjá þér að láta viðkomandi fara í taugarnar á þér eða bíta í vörina því þig svo sannarlega langar oft til að segja eitthvað. Haltu samskiptunum í lágmarki og passaðu þig samt á því að halda þeim á jákvæðu nótunum. Með öðrum orðum: Fókusaðu á sjálfan þig og þína andlegu líðan og jákvæðu orku. Vertu ófeimin/n við að hugsa: Ég um mig frá mér til mín........en á jákvæðan hátt og með jákvæðu viðmóti. Því þegar þú ert að vinna með sjálfhverfu fólki snýst stærsta verkefnið um að þú leyfir viðkomandi ekki að taka frá þér of mikið pláss í huganum.
Heilsa Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00
Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01