Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 23:56 Donald Trump heldur ræðu í Alaska fyrir stuðningsmenn Repúblíkana í júlí síðastliðnum. Getty Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49