Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 15:59 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært íranskan hermann fyrir ráðabrugg um að að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna af dögum. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. Ákærur voru opinberaðar gegn Shahram Poursafi en hann er meðlimur svokallaðra Byltingarvarða Írans, sem er valdamikil deild íranska hersins. Poursafi er sakaður um að hafa í október árið 2021, að skipan forsvarsmanna Quds-deildar Byltingarvarðanna, sem sér um aðgerðir íranska hersins á erlendri grundu, byrjað að reyna að ráða launmorðingja í Bandaríkjunum til að myrða Bolton. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að líklegast hafi verið um hefndaraðgerð að ræða. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump en hafði hætt þegar Bandaríkjamenn réðu íranska herforingjann Qasem Soleimani af dögum árið 2020. Bolton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þakkaði Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir og lýsti ráðamönnum í Tehran sem lygurum, hryðjuverkamönnum og óvinum Bandaríkjanna. I wish to thank the Justice Dept for initiating the criminal proceeding unsealed today; the FBI for its diligence in discovering and tracking the Iranian regime s criminal threat to American citizens; and the Secret Service for providing protection against Tehran s efforts. pic.twitter.com/QDjkX6gUWM— John Bolton (@AmbJohnBolton) August 10, 2022 Poursafi er sagður hafa notað dulkóðaðar samskiptaleiðir til að bjóða launmorðingjum þrjú hundruð þúsund dali fyrir að myrða Bolton í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, eða í Maryland. Hann byrjaði á því að bjóða manni fúlgur fjár fyrir myndir af Bolton, sem Poursafi sagði að væru vegna bókar. Sá maður vísaði Poursafi á annan mann og eftir viðræður við hann bauð Poursafi honum 250 þúsund dali fyrir að finna launmorðingja sem Poursafi gæti rætt við. Eftir frekari viðræður var upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund. Poursafi sagði að ekki skipti máli hvernig Bolton yrði myrtur en samtök hans þyrftu myndband sem staðfesti dauða þjóðaröryggisráðgjafans þáverandi. Í nóvember 2021 spurði maðurinn Poursafi hvar hann gæti fundið Bolton. Shahram Poursafi er nú eftirlýstur í Bandaríkjunum en hann verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.AP/FBI Virtist senda skilaboð frá Tehran Poursafi sendi manninum, sem virðist hafa verið uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), skjáskot af korti þar sem finna mætti skrifstofu Boltons í Washington DC. Á skjáskotinu má sjá texta sem segir að skrifstofan sé í 10.162 kílómetra fjarlægð, sem samsvarar fjarlægðinni milli Washington DC og Tehran, höfuðborg Írans. Í janúar lýsti Poursafi vonbrigðum yfir því að Bolton væri enn á lífi og sagði mikilvægt að hann yrði ráðinn af dögum sem fyrst. Best hefði verið að gera það á afmæli dauðadags Soleimani. Hann sendi honum einnig frekari ráðleggingar um hvernig hægt væri að myrða Bolton og sagðist undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum. Qassem Soleimani dó í loftárás Bandaríkjanna í Írakí byrjun árs 2020. Hann stýrði lengi Quds-deild íranska byltingarvarðarins og þar af leiðandi aðgerðum íranska hersins á erlendri grundu. Bandaríkjamenn segja hann hafa borið ábyrgð á fjölmörgum dauðsföllum bandarískra hermanna og annarra í Mið-Austurlöndum í gegnum árin. Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, staðhæfði einnig að árásin hefði verið gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi árás sem hefði sett bandaríska borgara í hættu. Hafði annað verkefni í huga Þann 18. janúar sendi maðurinn Poursafi opinberar upplýsingar um að Bolton yrði á ferðalagi frá Washington DC á þeim tíma sem hann vildi að maðurinn myrti þjóðaröryggisráðgjafann. Poursafi bað manninn um að bíða aðeins og innan við klukkustund síðar sagði hann að Bolton yrði ekki á ferðalagi. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu veitti Poursafi manninum upplýsingar um dagskrá Boltons sem voru ekki aðgengilegar á opinberum vettvangi. Nokkrum dögum síðar sagðist Poursafi hafa annað verkefni fyrir manninn, eftir að Bolton hefði verið myrtur. Þegar væri búið að safna upplýsingum um viðkomandi skotmark gaf hann í skyn að það hefði verið gert af öðrum útsendara Quds í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af banatilræðinu og er búið að ákæra Poursafi. Hann stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist og mögulegri 250 þúsund dala sekt. Hann er þó ekki í haldi Bandaríkjamanna og verður líklegast aldrei framseldur frá Íran. Bandaríkin Íran Donald Trump Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Ákærur voru opinberaðar gegn Shahram Poursafi en hann er meðlimur svokallaðra Byltingarvarða Írans, sem er valdamikil deild íranska hersins. Poursafi er sakaður um að hafa í október árið 2021, að skipan forsvarsmanna Quds-deildar Byltingarvarðanna, sem sér um aðgerðir íranska hersins á erlendri grundu, byrjað að reyna að ráða launmorðingja í Bandaríkjunum til að myrða Bolton. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að líklegast hafi verið um hefndaraðgerð að ræða. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump en hafði hætt þegar Bandaríkjamenn réðu íranska herforingjann Qasem Soleimani af dögum árið 2020. Bolton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þakkaði Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir og lýsti ráðamönnum í Tehran sem lygurum, hryðjuverkamönnum og óvinum Bandaríkjanna. I wish to thank the Justice Dept for initiating the criminal proceeding unsealed today; the FBI for its diligence in discovering and tracking the Iranian regime s criminal threat to American citizens; and the Secret Service for providing protection against Tehran s efforts. pic.twitter.com/QDjkX6gUWM— John Bolton (@AmbJohnBolton) August 10, 2022 Poursafi er sagður hafa notað dulkóðaðar samskiptaleiðir til að bjóða launmorðingjum þrjú hundruð þúsund dali fyrir að myrða Bolton í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, eða í Maryland. Hann byrjaði á því að bjóða manni fúlgur fjár fyrir myndir af Bolton, sem Poursafi sagði að væru vegna bókar. Sá maður vísaði Poursafi á annan mann og eftir viðræður við hann bauð Poursafi honum 250 þúsund dali fyrir að finna launmorðingja sem Poursafi gæti rætt við. Eftir frekari viðræður var upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund. Poursafi sagði að ekki skipti máli hvernig Bolton yrði myrtur en samtök hans þyrftu myndband sem staðfesti dauða þjóðaröryggisráðgjafans þáverandi. Í nóvember 2021 spurði maðurinn Poursafi hvar hann gæti fundið Bolton. Shahram Poursafi er nú eftirlýstur í Bandaríkjunum en hann verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.AP/FBI Virtist senda skilaboð frá Tehran Poursafi sendi manninum, sem virðist hafa verið uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), skjáskot af korti þar sem finna mætti skrifstofu Boltons í Washington DC. Á skjáskotinu má sjá texta sem segir að skrifstofan sé í 10.162 kílómetra fjarlægð, sem samsvarar fjarlægðinni milli Washington DC og Tehran, höfuðborg Írans. Í janúar lýsti Poursafi vonbrigðum yfir því að Bolton væri enn á lífi og sagði mikilvægt að hann yrði ráðinn af dögum sem fyrst. Best hefði verið að gera það á afmæli dauðadags Soleimani. Hann sendi honum einnig frekari ráðleggingar um hvernig hægt væri að myrða Bolton og sagðist undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum. Qassem Soleimani dó í loftárás Bandaríkjanna í Írakí byrjun árs 2020. Hann stýrði lengi Quds-deild íranska byltingarvarðarins og þar af leiðandi aðgerðum íranska hersins á erlendri grundu. Bandaríkjamenn segja hann hafa borið ábyrgð á fjölmörgum dauðsföllum bandarískra hermanna og annarra í Mið-Austurlöndum í gegnum árin. Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, staðhæfði einnig að árásin hefði verið gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi árás sem hefði sett bandaríska borgara í hættu. Hafði annað verkefni í huga Þann 18. janúar sendi maðurinn Poursafi opinberar upplýsingar um að Bolton yrði á ferðalagi frá Washington DC á þeim tíma sem hann vildi að maðurinn myrti þjóðaröryggisráðgjafann. Poursafi bað manninn um að bíða aðeins og innan við klukkustund síðar sagði hann að Bolton yrði ekki á ferðalagi. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu veitti Poursafi manninum upplýsingar um dagskrá Boltons sem voru ekki aðgengilegar á opinberum vettvangi. Nokkrum dögum síðar sagðist Poursafi hafa annað verkefni fyrir manninn, eftir að Bolton hefði verið myrtur. Þegar væri búið að safna upplýsingum um viðkomandi skotmark gaf hann í skyn að það hefði verið gert af öðrum útsendara Quds í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af banatilræðinu og er búið að ákæra Poursafi. Hann stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist og mögulegri 250 þúsund dala sekt. Hann er þó ekki í haldi Bandaríkjamanna og verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.
Bandaríkin Íran Donald Trump Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira