„Guðfaðir glímunnar“ sem kenndi bæði Bruce Lee og Chuck Norris er allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 23:38 Gene LeBell ásamt Sylvester Stallone við gerð myndarinnar Lock Up frá 1989 Skjáskot Áhættuleikarinn og júdómeistarinn Gene LeBell, sem var gjarnan kallaður „Guðfaðir glímunnar“ og kenndi bæði Chuck Norris og Bruce Lee, er látinn 89 ára að aldri. Ásamt því að keppa í júdói og bandarískri glímu lék LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund myndum. Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig. Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig.
Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira