Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 14:59 Hildur Björnsdóttir hefur látið leikskólamálin sig mikið varða í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. „Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
„Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent