Virðast hafa komið hingað til lands einungis til að svíkja fé Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 17:20 Glæpamennirnir settu upp falska síðu til þess að plata fólk í að gefa þeim kortaupplýsingarnar sínar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á fjársvikamáli sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði miðar vel. Talið er að hópur brotamanna hafi verið að verki en framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir við rannsóknina. Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50. Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50.
Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira